Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 75
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin
65
'Sovnagtighed i Fremgang og Handlemaade, Slovhed, Uvirksomhed'.
Elstu heimildir í Rm eru frá lokum 17. aldar.
Um lýsingarorðið dosaður „(dasaður) þreyttur, mæddur" sjá dosa í
4.1. BH vísar einnig í dasaður. Rm hefur engar heimildir um dosaður.
Engin merking er við dragkista hjá HSch. BH gefur merkinguna
'Dragkiste'. Orðið er augljóslega þegið að láni úr dönsku dragkiste
'kommóða'. Dæmi finnast í Rm frá 18. öld og fram yfir miðja 20. öld.
Orðið drykkjurútur er skýrt hjá HSch sem 'vínsvelgur'. Hjá BH
er flettan drykkjurútari og merkingin sögð 'Drukkenbolt, Dranker'.
ÁBIM hefur drykkjurútur ekki sem sérstaka flettu en nefnir orðið undir
-rútur. Hann nefnir þar einnig drykkjurútari eins og BH. Orðin telur
hann líklega tökuorð úr gamalli dönsku. Drykkjurútari virðist eldra
(17. öld) en drykkjurútur (18. öld).
Við lýsingarorðið duglegur setur HSch: „d. duelig; atorkusamur".
BH skýrir það með 'duelig, habil'. Undir flettunni duga nefnir ÁBIM
aðeins lýsingarorðið dugandlegur án merkingarskýringar. Elstu heim-
ildir Rm eru frá síðasta þriðjungi 16. aldar. Ovíst er að duglegur eigi
rætur að rekja til duelig í dönsku. Orðið er gamalt í íslensku og líklegast
leitt af duga og dugur.
HSchhefur flettuna dýrkari en sem „dýrkari jarðarin<n>ar, sjóarins".
BH gefur merkinguna 'Dyrker'. Rm hefur aðeins þrjár heimildir frá
miðri 16. öld, síðari hluta 18. aldar og fyrsta þriðjungi 19. aldar. Sjá
dýrka í 4.1.
Við dyrriki skrifar HSch „eða dúriki" og nefnir við danska orðið
Durik. BH hefur flettuna dúriki og gefur merkinguna 'Durik, en
Handue'. Hvorugt orðið er fletta í Rm.
4.4 Orð sem hvorki eru hjá BH né ÁBIM
Orðin 21 sem hvorki eru hjá BH né ÁBIM eru: dádjarfur, danna, dáraður,
dáradans, dáramennska, desgeit, dobull, dolí, dateraður, datum, defensor,
deill, delíngvent, destellera, destilleríng, drifasilfur, driffjöður, drykkfelldur,
dúnkraftur, diktaður, dikteríng.
Við dádjarfur stendur hjá HSch „l.o. pleb. hann er svo dádjarfur".
Ekki hefur mér tekist að finna hvaða aðkomuorð hann hafði í huga og
ekki lagði hann til annað orð í staðinn og engar heimildir eru í Rm.
Við sögnina danna stendur aðeins „d. danne" en engin tillaga var
um skýringu.
Engar skýringar eru við dáraður, dáradans og dáramennska en þegar
hefur verið fjallað um sögnina dára og nafnorðið dári (4.1).