Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 107
Jón Axel Harðarson: Um orðið járn í fornnorrænu
97
morþgiarn þrumo iarna (Kolli inn prúði, Ingadrápa 4,12. öld),
várn græðara iárnom (Líknarbraut 16,13. öld).
Þar með eru upp talin öll dæmi um rímskorðun orðsins í dróttkvæðum.
Þau eru sem sé fimm að tölu. Frá 10., 11. og 12. öld höfum við aðeins
dæmi um iarn, alls fjögur, frá 13. öld eitt dæmi um iárn. Þetta leyfir
alls ekki þá túlkun að myndin iarn sé eldri en samandregna mynd-
in iárn. Samkvæmt vitnisburði Fyrstu málfræðiritgerðarinnar var
hin samandregna mynd iárn þegar til á fyrri hluta 12. aldar. Reynd-
ar benda orð höfundar, sem ekki þekkti upprunalegan framburð tví-
kvæðu myndarinnar íarn, til þess að samdráttur hennar í iárn hafi orð-
ið mjög snemma. Við þetta rímar sú staðreynd að aðeins fáeinar leifar
tvíkvæðu myndarinnar eru varðveittar í heimildum, þ.e. kveðskap
(sjá hér að neðan). Astæða þess að rímskorðað dæmi um stofnmyn-
dina iárn kemur ekki fram í varðveittum textum fyrr en á 13. öld er
líklega sú að mjög fáar orðmyndir rímuðu við hana.13 Þær voru miklu
færri en þær sem rímuðu við stofnmyndina iarn. Því er viðbúið að
iárn komi sjaldnar fyrir í aðalhendingum dróttkvæða en iarn.u
Eins og nefnt hefur verið eru þrjú dæmi um tvíkvæðu stofnmynd-
ina íarn í dróttkvæðum frá því fyrir 1100. Þau eru öll frá 11. öld:
gwinþings íarnmunnom (Hallfreður vandræðaskáld, Erfidrápa
Ólafs 6),
þunn gQlkn íarnmunnom (Halldór ókristni, Eiríksflokkur 7),
gunnþings íarnhringar (Óttar svarti, Höfuðlausn 7).
Fleiri dæmi um íarn fyrirfinnast ekki í gjörvöllum dróttkvæðum kveð-
skap.
Vitnisburður eddukvæða er ekki jafnskýr en þó er ljóst að þar
koma bæði iárn/iarn og íarn fyrir, sbr.:
ok iörna glymr (Helgakviða Hundingsbana 127),
iárne varþar (Grottasöngur 21),
kynbirt íarn (Sigurðarkviða hin skamma 22),
egghvasst íarn (sama kvæði 68).
Tekið skal fram að bæði í dróttkvæðum og eddukvæðum eru allmörg
sig heldur einnig við stutt eða langt q (um þetta sjá Hrein Benediktsson 1963
[2002:92-104]).
13 Á þetta bendir Kock (SL 11:289).
14 Freistandi væri að líta svo á að myndin iarn hafi varðveitzt um alllangt skeið í
íslenzku og komi fram í Þrænlum (frá um 1400) (IV.10) og í Píslarminningu Einars
i Eydölum (1539-1626) (13. er.) en í báðum kvæðum rímar járn við lýsingarorðið
gjarn. Það má þó teljast mjög hæpið enda leyfa höfundar þessara kvæða sér
stundum ónákvæmt rím.