Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 123
Jón Axel Harðarson: Um orðið járn í fornnorrænu
113
fræðilega séð verið leiddar af n-stofnbrigði slíks heteróklítíkons en
þó kemur sú skýring ekki síður til greina að þær séu myndaðar af
7t-sögninni * *hfis-né-h2-ti (í find. isnati 'hvetur, knýr áfram, sendir út'),
nánar tiltekið af stofnbrigðinu *hjis-n-h2- sem kom fyrir í stöðu á und-
an sérhljóði.54 - Orðmyndunarleið (2) er auk þess óhagræn að því
leyti að hún skýrir ekki gr. tpóq og find. isirá-. Því þyrfti að skýra þau
sérstaklega.
I afleiðslum af gerðinni *pi£-ró-* *pi£-eró- (sjá orðmyndunar-
leið (1)) er e skotið inn í viðskeyti grunnorðsins. Merkingarhlut-
verki þessarar vrddhi-afleiðslu lýsir Nussbaum (2009) svo: 'X' (lo.)
—* 'X-ish'. Hún er í raun sambærileg við afleiðslu ýmissa lýsingar-
orða í íslenzku með viðskeytinu -leg-, sbr. góður —> góðlegur. Þar er oft
lítill sem enginn merkingarmunur á grunnorði og afleiddu orði, t.d.
heilsusamur —> heilsusamlegur. Þessu hefur verið svipað farið í indó-
evrópsku. Það skýrir hvers vegna enginn greinanlegur merkingar-
munur er á lýsingarorðunum *hpsh2-ró- og *pi£-ró- annars vegar og
*hpsh2-eró- og *piH-eró- hins vegar. Þó má gera ráð fyrir upphaflegri
merkingarandstæðu svipaðri þeirri sem er á íslenzku lýsingarorð-
unum kröftugur (sterkur) og hvass (skarpur) andspænis kröftuglegur
(sterklegur) og hvasslegur (skarplegur).
Lýsingarorðamyndun af gerðinni *séh2-ul —> *seh2-uel-o- (sjá orð-
myndunarleið (2)) lýsir Nussbaum (2009) sem samtímalegri afleiðslu
með vrddhi en mögulegt er að hún eigi rót sína í o-afleiðslum af
staðarfallsmyndum, t.d. stf. *sh2-uél —> *seh2-uel-ó-.ss
Loks skal farið nokkrum orðum um afleiðslur af gerðinni *tig-eró-
—» *tig-er-nó-. Augljóst virðist að hér gæti áhrifa frá hýpóstatískum
no-afleiðslum af er-staðarföllum sem staðið hafa við hlið mynda með
(samsetta) viðskeytinu -er-o-, sbr. lat. externus, infernus, internus, super-
nus við hlið exterus, inferus, *interus (interior), superus. Slíkar myndir
eru leiddar af gömlum staðarföllum sem enduðu á -er, sbr. lat. inter og
super.56 Sambærilega myndun sýna lýsingarorð eins og lat. fráternus,
máternus og paternus sem leidd voru af indóevrópsku staðarfalls-
myndunum *bhreh2tér 'hjá bróðurnum', *meh2tér 'hjá móðurinni' og
*ph2tér 'hjá föðurnum' með no-viðskeyti.57 Germanska hefur haft sömu
54 Um fomindversku sögnina sjá LIV 236 (með tilvísunum).
55 Sbr. Lipp 2009:426 nmgr. 158, sem skýrir gotn. satiil á þennan hátt.
56 Um þessa myndun sjá Neri 2007:75-76.
57 Hljóðfræðilega gætu \ai. fráternus, mátemus og paternus vissulega verið komin af
*b''rát(e)rino-, *pat(e)rino- og *mát(e)rino- (sbr. hibernus 'vetrarlegur, sem tilheyrir
vetrinum' < *heibrino-< *gheimrino-) en germönsku myndimar *brödærna-, *mödærna-