Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 78
68
Orð og tunga
HSch BH ÁBIM
Orð hjá öllum 12 12 12
Orð hjá HSch og BH 11 11
Orð hjá HSch og ÁBIM 5 5
Orð hvorki hjá BH né ÁBIM 13
Alls 41 23 17
2. tafla: Orð úr bókstafnum g.
5.1 Orð sameiginleg HSch, BH og ÁBIM
Orðin tólf sem eru sameiginleg öllum þremur eru glósa (so.), glósa
(no.), grallari, grasséra, gressilegur, grillur, grobb, grobba, grófur, grubl,
grubla og gumpur.
Við sögnina og nafnorðið glósa eru engar athugasemdir hjá HSch.
BH gefur tvær merkingar við bæði orðin. Annars vegar 'glose' og
'Udtydning' við nafnorðið en hins vegar 'udbrede, gjore bekjændt' og
'forklare, udtyde' við sögnina. ABIM hefur bæði nafnorðið og sögnina
í sömu flettu, nefnir norrænar samsvaranir nafnorðsins og telur þær
komnar úr fornfrönsku glose sem aftur hafi þegið orðið úr latínu
glos(s)a. Hann gefur engar upplýsingar varðandi aldur en samkvæmt
Rm eru dæmi allt frá miðri 16. öld.
I sviga aftan við orðið grallari setur HSch graduale. BH gefur
einnig merkinguna 'graduale' og Rask bætti við 'Salmebog'. ABIM
aldursmerkir orðið 16. öld, gefur ýmsar merkingar og segir messu-
bókarmerkinguna upphaflega og grallari tökuorð úr latínu gradudliiris.
Elstu dæmi Rm eru einnig frá 16. öld.
Við sögnina grasséra setur HSch í sviga 'geyfa, æða'. Sögnin geyfa í
skýringunni kemur þarna á óvart því að samkvæmt íslenskri orðabók
(2002:449) merkir hún 'fara hægt, gaufa, slæpast' og sama merking
kemur fram hjá ABIM. BH setur sem merkingu 'grassere' á dönsku. í
ODS (1925:17-18) er merkingin annars vegar 'strejfe om pá gaden og
gore spektakel' en hins vegar 'om noget ondt, ubehageligt (sygdom,
skadelige ideer ell. moder) ... hærge, rase'. Það er síðari merkingin í
dönsku sem HSch og BH vísa til. Samkvæmt ÁBIM þekkist sögnin
grassera eða grasséra frá því á 17. öld og er tökuorð úr dönsku grassere
sem aftur tók orðið að láni úr latínu grassdri. Elstu heimildir Rm eru
frá sama tíma.
Við orðið gressilegur setur HSch skýringuna 'ógurlegur, hræðilegur'.
BH hefur greslegur og gressilegur undir sömu flettunni og gefur