Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 169
Mörður Árnason: Ásgeir, Orðsifjabókin og ÍO 1983
159
Dæmi Tms. eru frá heimildarmönnum um allt norðan- og austanvert
landið en langflest höfð eftir Eyfirðingum eða um helmingur. Ekki
er að sjá að afbrigðin eigi sér sérstök kjörhéruð, en ekkert eyfirsku
dæmanna hefur þó doð- að fyrri lið. Sé Eyjafjörður kjarnasvæðið má
þar með ætla að í lok fyrri liðar eða á samsetningarskilum sé ð-ið ekki
upprunalegt heldur tannvaramælta önghljóðið/eða v.
Enginn glöggur merkingarmunur er heldur sjáanlegur eftir af-
brigðum. Þau má fella í tvo meginflokka eftir fyrri lið og aðra tvo eftir
síðari lið.
Um upphafsliðinn doð- eru fimm dæmi og taka öll síðari liðinn -viðr-
ast, þannig að ð kemur ekki fyrir eitt saman á samsetningarskilum.
í öðrum dæmum er upphafsliðurinn dof- eða dov-, eða fyrri liður
virðist vera do- og síðari liður hefst þá á/eða v. Síðari liður er annaðhvort
-virðastí-fiðrast eða -erastlérastl-eyrast og eitt dæmi er um -heyrast,
sagt sjaldgæft (A.-Hún.). Eitt dæmi fellur utan fyrriliðarflokkanna,
dolviðrast.u
Ritmyndirnar eru þessar (fjöldi dæma í sviga): doðviðrast (5), dof-
viðrast (7), dofirðast/dovirðast (2), doferastldoverast/dofverast (3), doférast/
dofférast-dof(v)érast (2), dofeyrast (2), dofheyrast (1), dolviðrast (1).
Það er nánast útilokað að höfundi Orðsifjabókarinnar, handgengn-
um Talmálssafni öllum öðrum fremur, hafi skotist yfir þennan orða-
hóp. Líklegasta ástæðan fyrir fjarveru þessara orða í Osb. (og hand-
ritsseðlunum) er því sú að Ásgeiri hafi ekki þótt þau eiga þar heima,
talið þau ómerk að orðsifjum hvað sem liði gildi þeirra í mállýsku-
rannsóknum.
Þessu ber vitni annar horfinn orðabókarmaður, Guðmundur
Andrésson. I „gulu seðlunum" eru seðlar úr handriti Guðmundar að
orðabókinni sem hann samdi 1650-54 og kom út 1683, og svo öðru
sinni 1999. í handritinu er flettan „dauplegt, -legur" og er sambandið
„dauperast yfir" þar skýrt með: „qvod Oblivioni traditur" - eða: sem
fallið er í gleymsku / sem gleymskunni er falið. I bókinni sjálfri hefur
stafsetningu þessara orða verið hnikað í „dauflegt" - „dauflegur" -
„dauferast". Gætir í uppflettiorðum handritsins hljóðbreytingarinnar
fl>bl yfir samsetningarskil (sbr.: Björn Karel Þórólfsson 1925:xxvi-
xxvii; Kristján Árnason 2005:352) og slík stafsetning hefur einnig
14 Dæmið um að dolviðrast er komið frá Gísla Jónssyni menntaskólakennara, ættað
úr Eyjafjarðarsveit og Ólafsfirði, sbr. auk Talmálssafnsseðla 55. og 58. þátt hans
um Islenskt mál í Morgunblaðinu 29. júní, 7, og 20. júlí 1980, 7. Hann getur líka
myndanna dofviðrast og do(f)vérast. A seðli eftir Gísla um þá mynd í Tms. stendur
dofférast og eru báðar ritmyndimar því sýndar hér í upptalningu afbrigða.