Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 141
Margrét Jónsdóttir: Bæjarnafnið Brúar
131
6 Áhrifsbreytingar
Áhrifsbreytingar urðu Kurylowicz (1945-1949:22;1964:15) frjótt við-
fangsefni. í fjórða „lögmáli" hans er kveðið á um hlutverk. Samkvæmt
því varðveita sérnöfn, örnefni eða eiginnöfn, oft það fornlega hafi
beyging orðsins breyst; á hinn bóginn sýnir samnafnið það nýja. Lög-
málið er eftirfarandi, sbr. Collinge (1985:249):
(7) Given a morphological derivation resulting in two differ-
entiated forms, the derived form takes over the primary
function and the old form is reserved for secondary func-
tion.
Samkvæmt ofansögðu er nýja formið í aðalhlutverki, er hið sjálfgefna.
Það sýnir beygingu samnafnsins. Á hinn bóginn er gamla formið í
aukahlutverki og því þrengra. Með því að sérnafnið varðveitir hina
fornu beygingu er sérstaklega kveðið á um notkunarsviðið. Þetta þýðir
að hér standast á form og hlutverk. Gott dæmi um þetta er beyging
nafnsins Björg. Eiginnafnið varðveitir gamla beygingu í þolfalli og
þágufalli en samsvarandi samnafn ekki: Björgu en björg,21
En það er ekki aðeins Kurylowicz sem hefur velt fyrir sér stöðu og
hlutverki nýrra og gamalla forma. Það hefur Manczak (1958:388) gert
í skrifum sínum um stöðu örnefnis gagnvart samnafni. Með orðum
Hock (1991:232-233) er áttunda „tilhneiging" Manczak eftirfarandi:
(8) If there is a difference between the inflection of a geograph-
ic noun and a common noun, which otherwise are similar,
the local cases generally present an archaic character, while
in the non-local cases innovations are more common.
Þetta þýðir að sé sama orðið notað bæði sem samnafn og örnefni
varðveiti þau föll örnefnisins sem tákna a) dvöl á stað, b) hreyfingu
frá stað, c) hreyfingu til staðar fornlegri myndir en aðrar fallmyndir
örnefnisins og samsvarandi samnafn.
í íslensku getur þágufall (m.a.) táknað bæði hreyfingu og dvöl. Það
má sjá í (9) þar sem í setningunum í a og c er hreyfing en dvöl í b.22
21 Frá þessu eru þó undantekningar, sbr. t.d. dæmið um Björn og björn sem sýnir hið
gagnstæða þar sem samnafnið varðveitir gömlu beyginguna. Órnefnið Norðfjörður
og samnafnið fjörður eru bæði með gömlu beyginguna. Ættamafnið Norðfjörð er
það hins vegar ekki ef það beygist þá á annað borð og þá aðeins í eignarfalli í
karlkyni, Norðfjörð(s) en ekki Norðfjarðar.
22 Eðlilegast hefði verið að nota hér forsetninguna til. En þar sem að stýrir þágufalli
er sú forsetning höfð hér samræmisins vegna.