Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 135
Margrét Jónsdótiir: Bæjarnafnið Brúar
125
Croft. Þannig er alþekktum kenningum almennra málvísinda beitt á
eitt viðfangsefni íslenskrar málsögu.
2 Nokkrar sögulegar staðreyndir
Bærinn Brúar er í Aðaldælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. í Byggðum
og búum Suður-Þingeyinga 1985 (1986:495) segir að jarðarinnar sé fyrst
getið í máldögum Grenjaðarstaðarkirkju á 14. öld.4 í örnefnaskrá
Grenjaðarstaðar, sbr. Ara Gíslason (1956-1960:2), segir svo:5
(2) Býlið Brúar er nú sem á miðöldum sjálfstæð jörð við
Laxárgljúfrin. Þar eru engin ömefni í túninu. Norðan við
bæinn þar sem brýmar eru yfir Laxá, heita Brúahólmar,
sem brýrnar liggja yfir. Þar neðar mótar fyrir gamalli stíflu.
Hraunkambur þar neðar heitir Brúakambur, og fossarnir
þar og við hólmana heita Brúafossar.
Meðal annarra örnefna sem nefnd eru í skránni eru Brúaengi, Brúa-
gerði, Brúagljúfur, Brúamýri og Brúavíkur.
I sóknalýsingum fyrir Þingeyjarsýslur rétt fyrir miðja 19. öld, sbr.
Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar... (1994), er nokkrum sinnum
minnst á Brúar. Nefnifallið kemur fyrir tvisvar (bls. 143 og 157) og líka
sem „Brúar eða Brýr" (bls. 155). En eftirfarandi setning vekur athygli
fyrir þolfallið Brúa (bls. 158):
(3) Argeirsstaðir [e.t.v. Árgeirs-j, liggur undir Brúa,... "6
Hér hlýtur þolfallsmyndin Brúa að vera karlkyns, ella stæði hér Brúar.
Að þessu verður sérstaklega vikið í fjórða hluta.
Fleirtölumyndina brýr er hvergi að finna í bæjanöfnum skv. bæja-
tali.7 Eintalan Brú er til ein og sér en líka í samsetningum sem fyrri
liður í eignarfalli eintölu, t.d. Brúarás, og sem seinni liður eins og t.d.
í Jarðbrú. Hér á undan var minnst á örnefnin Brúagerði, Brúagljúfur,
4 Hallgrímur J. Ámundason á nafnfræðisviði Stofnunar Áma Magnússonar í ís-
lenskum fræðum benti greinarhöfundi á þetta. Hann benti líka á að í íslenskum
fornbréfum, DIII og III, væri talað um bæinn en þá í samsetningum með orðunum
land og jörð. Þessi dæmi eru frá 14. öld. Hallgrímur á sérstakar þakkir skildar fyrir
hjálpina.
5 Feitletrunin í þessari tilvitnun sem og eftirleiðis er greinarhöfundar.
6 Homklofasetningin er tekin beint úr frumtextanum.
7 Bæjatalið er á vef Stofnunar Áma Magnússonar í íslenskum fræðum, http://www.
amastofnun.is.