Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 166
156
Orð og tunga
dikill, no.
Í02 dikill „O lítið horn, hnýfill."
Osb. dikill „(nísl.) O 'lítið horn, hnýfill'."
Merkingarskýringar eru samhljóða.
Heimildir eru að líkindum nákvæmlega þær sömu, fjögur dæmi
í Tms. frá 1965 til 1978. Heimildarmenn eru raunar ekki sveitungar,
einn Húnvetningur, annar Árnesingur, þriðji Vestfirðingur, og svo
Halldór Halldórsson prófessor sem hefur heyrt þetta en man ekki
hvar.
Flettuna vantar í handrit 102, og hefur væntanlega bæst við í próf-
örk.
dimbiltá, no.
Í02 dimbiltá „stúlka (gæluorð)."
Osb. dimbiltá „(nísl.) 'léttfætt stúlka' (gæluorð)."
Munur merkingarskýringa er sá að í Osb. er stúlkan léttfætt. Án þess
er skýringin raunar lítils virði.
Heimild er aðeins ein, seðill í Tms. úr orðasafni Sigvalda Jóhanns-
sonar, Hafnfirðings frá Mýrartungu í Reykhólasveit (f. 1895). Seðlar úr
því voru skrifaðir upp í Tms. árið 1965 og annast það Ásgeir Blöndal
Magnússon. Á seðlinum frá Sigvalda er skýringin „gælunafn á stúlku"
en orðið skrifað með litlum staf og því væntanlega samnafn.
Um þetta orð hefur verið spurt í þáttum veturinn 1985-86 en enginn
heimildarmanna kannast við það. Heimildarmaður af Héraði nefnir
hinsvegar tindiltá um léttstíga stúlku, og vill tengja það lo. tindilfættur.
Undir þetta tekur heimildarmaður úr Rangárvallasýslu. í Osb. er
ekkert minnst á tindiltá en orðið dimbiltá sagt víxlmynd við timbiltá,
Hér eru líklega komin rökin fyrir því að halda þessu stakdæmi til
haga, en tindiltáin virðist vera eitt afbrigðið enn.
Timbiltáarinnar sér stað í Tms. á tveimur seðlum. Annar er frá 1963
úr Djúpi, þar sem heimildarmaður tekur fram að hann þekki ekki
dimbil-myndina, og er þá að líkindum að bregðast við fyrirspurn úr
útvarpsþætti. Segir timbiltá „gæluorð við börn". Hinn er frá 1985 úr
Eyjafirði, orðið sagt sjaldgæft. Það virðast nokkuð traustar heimildir,
dæmi úr tveimur héruðum ósamlægum með tuttugu ára bili.
í hvorugri bókinni hefur verið hirt um að gefa útbreiðslu orðsins
dimbiltá til kynna með sjaldgæfnis- eða staðbindingartákni.