Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 79
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin
69
merkinguna 'græsselig'. ÁBIM aldursmerkir gress(i)legur 17. öld og
segir orðið tökuorð úr dönsku græsselig sem aftur hafi þegið það úr
miðlágþýsku greselik. Elstu heimildir um báðar ritmyndirnar eru frá
sama tíma.
Við fleirtölumyndina grillur hefur HSch aðeins orðin 'heilaköst,
heilabrot'. BH hefur einnig fleirtöluna sem flettimynd og skýrir orðið
'Griller, Fantasi'. ÁBIM aldursmerkir orðið grilla 17. öld og telur
það tekið að láni úr dönsku grille 'meinloka; engispretta' sem aftur
hafi þegið það úr þýsku Grille 'engispretta', úr latínu grillus í sömu
merkingu. Elsta heimild Rm er frá lokum 17. aldar.
Við nafnorðið grobb hjá Hallgrími stendur 'raup' en þar fyrir aftan
„s. Þórðar hreðu". Orðið fann ég hvorki í fornmálsorðabók Fritzners
(1886-1896) né hjá Eiríki Jónssyni (1863) og elsta dæmi í Rm er frá
miðri 18. öld. Við sögnina grobba stendur 'raupa, berkja stórt'. BH gefur
skýringuna 'Brovten, Praleri'. ÁBIM telur að grobb eigi sér ekki beinar
samsvaranir í skyldum grannmálum og spyr hvort sögnin grobba
og grobbinn séu tökuorð og einhvers konar ummyndanir á danska
orðinu grobian eða grobrian, í þýsku Grobian, í miðaldalatínu Grobiánus
sem bæði var samnafn og sérheiti á rustamenni. Spurningunni svarar
hann ekki og ekki hefur hann orðið grobian sem flettu. Orðið er á
listanum hjá Hallgrími skrifað grobbíán og við stendur að í þjóðversku
og dönsku sé orðið Grobian, í íslensku 'raupari'.
Næsta sameiginlegt orð er lýsingarorðið grófur. Við það stendur hjá
HSch „ósvinnur, ókurteis, mikill, t. d. grófur kuldi". Hjá BH er gefin
merkingin 'grov, plump'. ÁBIM telur að orðið sé komið inn í málið á
17. öld annaðhvort úr dönsku eða miðlágþýsku. Elstu heimildir í Rm
eru frá þeim tíma.
Næstu tvö orð eru nafnorðið grubl og sögnin að grubla. Við þau
stendur hjá HSch annars vegar 'heilabrot' og hins vegar 'að brjóta
heilann'. BH gefur merkinguna 'Famlen i Blinde' við grubl og við
grubla 'famle i Blinde'. ÁBIM gefur merkingarnar 'róta eða grafa í,
fálma; velta fyrir sér, brjóta heilann um' við sögnina grufla og 'rótun
eða fálm í e-u, heilabrot' við nafnorðið grufl. Hann telur merkinguna
að 'velta fyrir sér' tökumerkingu úr dönsku. í Rm eru elst dæmi um
nafnorðið frá síðasta þriðjungi 17. aldar en um sögnina frá miðri 16.
öld.
Síðasta sameiginlega orðið er gumpur. Við það skrifar HSch: „d.
Gump, ísl. lendar, rass". BH gefur merkinguna 'Rumpe' en ÁBIM
'lend' en að auki staðbundnu merkinguna 'kviður, bakhluti, rass'. I
Rm eru elst dæmi um gump frá 16. öld og virðast þær merkingar sem