Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 173

Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 173
Mörður Árnason: Ásgeir, Orðsifjabókin og ÍO 1983 163 að don hlýtur að vera samheiti við linun. Önnur dæmi um nafnorðið í rímum eru frá 17. öld en líkast til í merkingunni 'búnaður, framkoma', sbr. 1 don í Osb. Einkennilegt má teljast að höfundar Í02 og Osb. skuli ekki hafa tekið tillit til eina dæmisins í Rms. um sögnina dona, og má þó ætla að sá seðill sé skráður í tæka tíð. Þetta er úr smásögu eftir Guðmund Hagalín sem fyrst birtist 1934 en var orðtekin eftir 1960: „Hann donaði nú held ég af hestinum, gamli maðurinn." - það er að segja datt af baki (GHagalMannlnátt., 131). Báru þó frumherjar Orðabókarinnar ómælda virðingu fyrir Hagalín sem heimildarmanni um orðfæri, og merkingin virðist falla vel að dæminu frá Akureyri. Nokkrum fróðleiksmolum enn skal hér haldið til haga um þessi orð. í leiðréttingum og viðbótum við Blöndalsbók (Tillæg og rettelser) er lesandi beðinn að bæta þessu við flettuna don í meginmáli, þar sem aðeins kemur fram sambandið lon og don: „liggja d. (el. dún) (= veikur í rúminu), ligge syg i Sengen" (bls. 1015). Engin heimild er tilgreind, en í samskonar viðbætisklausu undir dún er þetta sagt að vestan, „(Vf.)". Þetta hefur Blöndal úr einni af vasabókum Björns M. Ólsens (bók XXI, bls. [4]), og er líklegt að don-dæmið sé þaðan líka, en sá hluti orðasafnsins í vasabókunum sem ekki telst staðbundinn er enn nokkuð óárennilegur til leitar.16 Þessi orðnotkun finnst ekki í öðrum tiltækum heimildum, og virð- ist ekki eiga sér danska fyrirmynd. Manni rétt dettur í hug að úr því hægt er að liggja don/dún sé líka hægt að liggja á dún - getur verið að Jónas Hallgrímsson (1989 1:30) sé þá eitthvað slappur í rúminu sumardagsmorguninn fyrsta 1828 þegar hann vill að dagurinn fari að drífa sig frá Kamtsjatka? - „Lengur eg ei ligg á dún / en læt nú strax fara' að hringja til tíða." Um sögnina dona eru tvær ritheimildir í viðbót. Önnur er í Slangur- orðabókinni frá 1982. Þar er dona eða dona uppi sagt merkja „gefast upp, daga uppi" og tilfært þetta dæmi: „vörubíllinn donaði í brekkunni og við komumst fram úr." í seðlasafni bókarinnar sést að þetta er haft eftir Sigurði Jónssyni málfræðingi og tölvumanni í Reykjavík (f. 1952). Merkingin hjá Sigurði rímar ágætlega við dæmi Hagalíns. Beinteinssonar, en það kallar hann gagaravillu skávíxlhenda og sniðstiklaða. Tölvuskeyti 9. apríl 2010. 16 Heimildin fannst með aðstoð efnisyfirlits í grein Guðrúnar Kvaran (2001) um vasabækur Bjöms. Færsla hans er svona: „dún, adv. liggja dún. Jeg lá dún í 4 daga = lá í rúminu (sbr. e. down). Vf." Enska tengingin er athyglisverð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.