Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 114
104
Orð og tunga
ópsku, sem frumgermanska varðveitti um skeið. Þar sem indóevr-
ópskir o-stofnar, sem urðu að a-stofnum í germönsku, höfðu ekki
hreyfanlega áherzlu er afar ósennilegt að frumgermanska hafi haft
tvær myndir orðsins, aðra með órödduðu og hina með rödduðu s-i,
þ.e. *lsarna- og *ízarna-.24 Fornenska myndin iren er að öllum líkindum
orðin til úr *lsren (< *isern við hljóðavíxl), þ.e. s hefur samlagazt r sem
styttist á eftir löngu sérhljóði á sama hátt og í eignarfornafninu úre
'okkar' (ne. our) < *úsre (sbr. Kluge 1918:516-17, Hirt 1931:122 nmgr. 2
og Luick 1964:857).
Sumir hafa talið að fnorr. iárn hafi með hljóðréttum hætti orðið til
úr *isarna-. Hefur sú regla verið sett fram að s hafi fallið brott á milli
sérhljóða ef síðara sérhljóðið var a sem r fór á eftir, þ.e.a.s. s > 0 /V_ ar
(sjá Ranke-Hofmann 1988:39). Dæmin sem tilfærð hafa verið eru várr
(: gotn. unsar),25 Kiárr (: gotn. kaisar) og iárn (: gotn. eisarn). Öll þessi
dæmi ber þó að skýra á annan hátt. Með öðrum orðum fær umrædd
hljóðregla ekki staðizt.
Álitamál hefur verið hvort norr. ísarn er arfur eða tökuorð úr vest-
urgermönsku en úr því verður ekki skorið.
4 Uppruni og myndun germanska og keltneska
orðsins um 'járn'
4.1 Eldri upprunaskýringar og athugasemdir við þær
Greinilegt er að germanska og keltneska orðið um 'járn' eru náskyld.
í frumgermönsku hefur stofnmynd þess verið *isarna- eða *eisarna-
hk. (sbr. gotn. eisarn, fnorr. ísarn, fhþ. isarn o.fl.),26 í keltnesku *isarno-
eða *isarno- hk. (sbr. gall. örnefnið (ef.) Ysarnodori, glósað 'ferrei ostii',
24 Slíkt væri einungis mögulegt ef fleirtala orðsins, sem upprunalega var safnheiti
(kollektív), hefði haft aðra áherzlu en eintalan, þ.e. áherzlu á viðskeyti. Sú skýring
væri reyndar alllangsótt. Ef rót orðsins var *eis- í frumgermönsku, eins og flest
bendir til, þá hefðu stofnmyndir eintölu og fleirtölu sem á elzta skeiði hefðu
haft ólíka áherzlu verið (et.) *eisarna- og (flt.) izarna-. Hér hefði verið við því að
búast að stofnmynd annaðhvort eintölu eða fleirtölu hefði snemma verið alhæfð
í beygingardæminu.
25 Hér er gert ráð fyrir að uns- hafi orðið að *us- (með nefjuðu sérhljóði) áður en s féll
brott.
26 Á frumgermönskum tíma var tvíhljóðið ei enn varðveitt. Breyting þess í einhljóðið
í varð eftir greiningu frumgermönsku í mállýzkur. Áhjálmi B frá Negau frá lokum
2. til miðrar 1. aldar f. Kr. er tvíhljóðið enn varðveitt í myndinni teiwa (sbr. fnorr.
Týr og tívar).