Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 76
66
Orð og tunga
Engin skýring er við orðið desgeit. ÁBIM setur nokkrar samsetningar
undir flettuna 2 des 'ilmefni, angan' (desbaukur, deshús, desköttur, desdýr)
en nefnir ekki desgeit. BH hefur flettuna desköttur 'Moskusdyret, Zibet-
katten' og bæði orðin desgeit og desköttur finnast í Rm þegar á 18. öld.
Desgeit er þar notað um antilópu en desköttur um moskusuxa.
Við dobull stendur aðeins „tvöfaldur" hjá HSch. ÁBIM hefur mynd-
ina dopull 'tvöfaldur' og segir það fengið að láni úr dönsku dobbel. Um
sama orð er að ræða þótt ÁBIM velji annan rithátt. Rm hefur aðeins
eina heimild um dobull frá 1620 en þrjár um dopull frá fyrri hluta 20.
aldar.
Við dolí skrifar HSch: „d. daarlig; pleb. Jeg er so fjandi dolí í dag"
en engin frekari skýring fylgir. Engin heimild var um orðið í Rm og er
hér hugsanlega um talmálsnotkun að ræða.
Við dateraður stendur hjá HSch „dagsettur (l.o.)". ÁBIM hefur látið
nægja að hafa sögnina datera sem flettu. Engin skýring var hjá HSch
við datum. I Rm eru tvær 17. aldar heimildir um lýsingarorðið en ein
frá sömu öld um datum.
Við defensor skrifar HSch: „d.; ísl. verjandi, svaramaður, talsmaður,
málsvörslumaður." BH og ÁBIM hafa líklegast litið á orðið sem
hreina dönsku en líklega hefur það eitthvað verið í notkun á dögum
HSch. Engin heimild var í Rm. Sama á sjálfsagt við destellera, HSch:
'ísl. sálda, hreinsa', og destilleríng en við það orð var engin skýring hjá
HSch. I Rm voru þrjár heimildir frá 17. og 18. öld um destillera með
-i- en ekkert dæmi um destillering.
Hvorki BH né ÁBIM hafði deill sem flettu en í Rm eru dæmi um
orðið frá miðri 17. öld og fram á miðja 20. öld. Við það skrifaði HSch:
„d. Deel; ísl. hlutur".
Við delíngvent skrifar HSch „d." og bætir síðan við 'sakadólgur'.
Danska orðið er skrifað delinkvent og er merkingin samkvæmt Den
danske ordbog 'forbryder eller person der er anklaget eller domt for en
forbrydelse'. í Rm er orðið að finna undir flettunni delinkvent en þar
eru einnig dæmi með rithættinum delikvent. Elst heimild er frá upp-
hafi 18. Aldar.
Engar skýringar eru við drifasilfur og driffjöður. Ekki voru dæmi
um drifasilfur í Rm en undir sögninni að drífa eru heimildir um drifið
silfur frá síðari hluta 19. aldar. Undir drífa hefur BH „Drífa silfr" og
er merkingin 'gjor udpuklet, driver Arbejde i Solv'. Dæmi voru um
driffjöður í Rm þegar á fyrri hluta 19. aldar. Að baki liggur danska
orðið drivfjeder.
Ekkert danskt orð er við drykkfelldur en HSch gefur íslensku skýr-