Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 71
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin
61
'gauf, deyfð' eins og Rm og sögnina segir hann merkja 'drolla, slóra'.
Hann virðist ekki líta á orðin sem tökuorð heldur samnorræn.
HSch virðist hafa litið á orðið drengur sem aðkomuorð. Hann vísar
í dönsku dreng og gefur í staðinn 'sveinn'. Þetta orð er eitt þeirra sem
benda til að HSch hafi fyrst og fremst verið með málhreinsunarbók í
huga. Drengur í fleiri en einni merkingu er gamalt orð í íslensku og
er fletta bæði hjá BH og ÁBIM. Merking 'sveinbarn, piltur', sem nú er
ríkjandi, hefur líklegast borist hingað frá nágrannalöndunum og er sú
sem HSch hafði í huga þegar hann mælti með orðinu sveinn.
HSch skrifar dreyssugur með -y- en rithátturinn er vanalega dreiss-
ugur með -i-. Hann segir merkinguna vera 'drambsamur'. Hjá BH er
merkingin 'opblæst, hovfærdig'. ÁBIM hefur að auki hliðarmyndirnar
dreisslegur og drissugur. Hann telur orðin vafalítið tökuorð úr þýsku,
sbr. nhþ. dreist 'djarfur; óskammfeilinn'. Rm hefur elst dæmi um
dreissugur frá miðri 16. öld.
Við drífa skrifar HSch: „d. drive; ísl. reka - drífa ígegnum - reka
eitt af". BH gefur dönsku merkinguna 'fremdriver, jager fort'. ÁBIM
gefur fleiri merkingar þar á meðal 'reka, knýja áfram'. Hann lítur á
sögnina sem samgermanska. Meðal merkingarskýringanna er einnig
'gera upphleypta smíðisgripi úr málmi' (sjá drifasilfur í 4.4).
Orðið dróg telur HSch dönsku og skrifar við: „ísl. löðurmenni".
BH hefur tvær flettur með orðinu dróg. Hin fyrri merkir 'en Trævle,
lose Traade' og 'udslidt Klædningsstykke'. Við hina síðari gefur hann
einnig tvær merkingar: 'en uduelig, maver hest' og 2) 'et Drog af et
Menneske' og er það sú síðasta sem HSch hefur í huga. ÁBIM gefur
allar þessar merkingar en undir einni flettu. I Rm er nokkur fjöldi
heimilda en engin þeirra er um 'löðurmenni'. í Den danske ordbog er
drog sagt merkja 'doven og uduelig person' og talið komið í dönsku
úr norsku.
Engin skýring er við drussi hjá HSch. Hjá BH er merkingin sögð
'en plump, klodset en; it. en grov Karl. (á dreiss)'. Orðið dreiss er sagt
merkja 'Hovmod'. Orðið virðist ekki notað í dönsku en ÁBIM bendir
á nýnorska orðið drusse 'sver og klunnaleg kona'. Orðið er gamalt í
íslensku og í Rm eru dæmi að minnsta kosti frá miðri 16. öld.
Engin skýring er við nafnorðið dund hjá HSch en við dunda skrifar
hann: „(sögn) málleysa; má vera það sé dregið af þjóðv. Thun". BH
gefur merkinguna 'Toven, Ophold' við nafnorðið en 'noler, tover' við
sögnina. ÁBIM gefur sömu merkingar, aldursmerkir orðin 17. öld og
segir þau tökuorð úr lágþýsku doond 'verk, athöfn, starf'. Rm hefur
elst dæmi um bæði orðin frá miðri 19. öld. Vissulega er rétt hjá HSch