Orð og tunga - 01.06.2011, Page 71

Orð og tunga - 01.06.2011, Page 71
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin 61 'gauf, deyfð' eins og Rm og sögnina segir hann merkja 'drolla, slóra'. Hann virðist ekki líta á orðin sem tökuorð heldur samnorræn. HSch virðist hafa litið á orðið drengur sem aðkomuorð. Hann vísar í dönsku dreng og gefur í staðinn 'sveinn'. Þetta orð er eitt þeirra sem benda til að HSch hafi fyrst og fremst verið með málhreinsunarbók í huga. Drengur í fleiri en einni merkingu er gamalt orð í íslensku og er fletta bæði hjá BH og ÁBIM. Merking 'sveinbarn, piltur', sem nú er ríkjandi, hefur líklegast borist hingað frá nágrannalöndunum og er sú sem HSch hafði í huga þegar hann mælti með orðinu sveinn. HSch skrifar dreyssugur með -y- en rithátturinn er vanalega dreiss- ugur með -i-. Hann segir merkinguna vera 'drambsamur'. Hjá BH er merkingin 'opblæst, hovfærdig'. ÁBIM hefur að auki hliðarmyndirnar dreisslegur og drissugur. Hann telur orðin vafalítið tökuorð úr þýsku, sbr. nhþ. dreist 'djarfur; óskammfeilinn'. Rm hefur elst dæmi um dreissugur frá miðri 16. öld. Við drífa skrifar HSch: „d. drive; ísl. reka - drífa ígegnum - reka eitt af". BH gefur dönsku merkinguna 'fremdriver, jager fort'. ÁBIM gefur fleiri merkingar þar á meðal 'reka, knýja áfram'. Hann lítur á sögnina sem samgermanska. Meðal merkingarskýringanna er einnig 'gera upphleypta smíðisgripi úr málmi' (sjá drifasilfur í 4.4). Orðið dróg telur HSch dönsku og skrifar við: „ísl. löðurmenni". BH hefur tvær flettur með orðinu dróg. Hin fyrri merkir 'en Trævle, lose Traade' og 'udslidt Klædningsstykke'. Við hina síðari gefur hann einnig tvær merkingar: 'en uduelig, maver hest' og 2) 'et Drog af et Menneske' og er það sú síðasta sem HSch hefur í huga. ÁBIM gefur allar þessar merkingar en undir einni flettu. I Rm er nokkur fjöldi heimilda en engin þeirra er um 'löðurmenni'. í Den danske ordbog er drog sagt merkja 'doven og uduelig person' og talið komið í dönsku úr norsku. Engin skýring er við drussi hjá HSch. Hjá BH er merkingin sögð 'en plump, klodset en; it. en grov Karl. (á dreiss)'. Orðið dreiss er sagt merkja 'Hovmod'. Orðið virðist ekki notað í dönsku en ÁBIM bendir á nýnorska orðið drusse 'sver og klunnaleg kona'. Orðið er gamalt í íslensku og í Rm eru dæmi að minnsta kosti frá miðri 16. öld. Engin skýring er við nafnorðið dund hjá HSch en við dunda skrifar hann: „(sögn) málleysa; má vera það sé dregið af þjóðv. Thun". BH gefur merkinguna 'Toven, Ophold' við nafnorðið en 'noler, tover' við sögnina. ÁBIM gefur sömu merkingar, aldursmerkir orðin 17. öld og segir þau tökuorð úr lágþýsku doond 'verk, athöfn, starf'. Rm hefur elst dæmi um bæði orðin frá miðri 19. öld. Vissulega er rétt hjá HSch
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.