Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 90
80
Orð og tunga
3 Uppruni no. karnaðr — Eldri skýringar
3.1 Skyldleiki við físl. kpr 'rekkja'
Fræðimenn á 19. öld, sem tengdu orðið karnaðr við holdlegar fýsnir,
töldu það skylt kvenkynsorðinu kpr í merkingunni 'rekkja, rúm', eins
og lagt er til í orðabók Cleasbys og Guðbrands Vigfússonar sem til-
færa ,,[kör = a bed (?)]" sem skýringu við orðið karnaðr (Cleasby og
Vigfusson 1874:332). Þetta tóku yngri fræðimenn upp, m.a. de Vries
(1962:302, 342) sem þýddi karnaðr sem 'hjásof' og vísaði í orðið kpr
sem hann sagði merkja 'rekkja', einkum 'sjúkrabeður'.
Þó er engan veginn víst að no. k<pr hafi merkt 'rekkja'. Hugmyndin
um að kpr hafi haft þá merkingu er m.a. fengin úr lýsingunni á bústað
Heljar í Snorra-Eddu þar sem fram kemur að sæng Heljar er nefnd
Kpr (sjá t.d. umræddan kafla Gylfaginningar í útgáfu Finns Jónssonar
1900:32). Þar er reyndar líka sagt að diskur Heljar hafi heitið Hungr
og hnífur hennar Sultr, og því má efast um að kpr hafi beinlínis ver-
ið orð um flet eða húsgagn. Önnur vísbending um að kpr hafi merkt
'rúm' er fengin úr orðalaginu liggja í kpr og leggjask í kpr, sem hafi þá
merkt 'liggja í rúminu' og 'leggjast í rúmið', og úr samsettum orðum
eins og lo. kar-lægr 'rúmfastur'. Við Islendingar þekkjum þó einnig
vel orðalagið að leggjast í flensu eða punglyndi eða eymd og volæði og
ættum að telja sennilegt að kpr gæti rétt eins verið krankleikinn og
húsgagnið. Auk þess kemur merkingin 'rekkja' varla til greina í öllum
dæmum um orðið kpr úr fornum kveðskap (sbr. grein 3.1.1 hér á eftir).
I orðunum ór kpr dauðir í lausavísu Kormáks Ögmundarsonar (Lex.
poet. 1931:355) vísar kpr t.d. fremur til sjúkdóms eða ástands þeirra
sem dóu en rekkju, sbr. orðalagið deyja úr hor.
3.1.1 Uppruni orðsins kpr
Um skýringar á uppruna orðsins kpr er það að segja að Holthausen
(1948:172) giskaði á að orðið hefði beinlínis merkt 'rúm, flet' og verið
skylt orðinu karmr, en sýndi þó efasemdir sínar með spurningarmerki.
Hins vegar hefur einnig verið lagt til að kpr sé 'ellihrumleiki', fremur
en 'sjúkrabeður'. Þannig leit Asgeir Blöndal Magnússon (1989:538) á
málið. Að hans dómi var orðið kpr skylt íslensku orðunum karl, kjarni
og korn og alls kyns elliorðum í grísku, sanskrít og fleiri málum, t.d.