Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 171
Mörður Árnason: Ásgeir, Orðsifjabókin og ÍO 1983
161
sagt nokkurnveginn samheiti við rogginn, og er líklegast að þá sé farið
að fyrnast yfir upphafsmerkingu. í þriðja dæminu er sambandið ekki
skýrt.
í tveimur dæmanna stendur dogginn eitt og sér. „Hann sat dogginn
allan tímann," segir sá úr Reykhólasveit um þaulsætinn mann, en
Mýrdælingurinn telur merkinguna vera 'dompinn', þ.e. 'daufur, hálf-
lasinn'. Þar eru komnar hinar sjálfstæðu merkingarskýringar Osb.
Með aðstoð tímaritavefjar Landsbókasafns fannst eitt dæmi í við-
bót um orðið, eldra en dæmi Tms. að undanskildu ísfirska orðasafn-
inu, og staðfestir grunnmerkingu Osb. Deili vitum við þau ein á heim-
ildarmanninum að þar fer Grámann í Garðshorni, pennavinur hins
fræga Velvakanda Morgunblaðsins, og finnur vorið 1958 að manna-
siðum í Reykjavík:
Það er t.d. vísast að maður, sem boðinn er á sunnudegi til
hádegisverðar á heimili kunningja síns sitji þar rogginn
dogginn fram á kvöld, greinilega án tillits til þess hvort
gestgjafinn hefur í rauninni tíma og ástæður til að fórna
honum öllum deginum. Það má vera góður gestur annars-
vegar, að hann ekki verði leiður að lokum, eftir slíka þaul-
sætni. (Morgunblaðið 30. apríl 1954, 8.)
dokka, so.
Í02 dokka „O gjögta: skeifan dokkar."
Osb. dokka „(nísl.) 'gjögta til, skrölta hálflaus (t.d. um
skeifu, nagla, róðrarþoll o.fl.)'."
í Osb. er fyllri skýring en í Í02, og fleiri dæmi gefin um hugsanleg
frumlög með sögninni.
Dæmi finnast aðeins í Tms. en eru þar á annan tuginn, frá 7. áratugn-
um og þeim 8. þau sem tímasett eru, langflest af sunnanverðu landinu
frá Grindavík austur í Rangárvallasýslu, einkum úr Árnessýslu. Eitt
er frá Borgarfirði eystra en þar eru sunnlensk áhrif talin hugsanleg.
Annað er úr Þingeyjarsýslum en þar er varla um sömu sögn að ræða
heldur samnefni dregið af nafnorðinu dokk 'lægð'.
Að þingeyska seðlinum slepptum er merkingarlýsing skýr og nán-
ast samhljóða. Það sem dokkar er oft skeifa undir hesti, en líka er
nefnd sló í horni, bolti í gati og ræði í bát. Þaðan er sýnilega sviga-
upptalningin í Osb.
Höfundur Osb. hefur hér enga ákveðna orðsifjaskýringu á taktein-