Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 105
Jón Axel Harðarson: Um orðið járn í fornnorrænu
95
margir fræðimenn hafa ætlað (sbr. t.d. Thurneysen 1884:36, Krist-
ensen 1904:23 og Buck 1949:613). Bjorvand og Lindeman eru einnig
þessarar skoðunar (2007:544). í fornírsku hljóðaði samsvarandi orð
'iarn (tvíkvætt), seinna íarn (einkvætt) og íarann.5 Norrænir menn sem
tóku upp tvíkvæða mynd írska orðsins - eða skynjuðu hina einkvæðu
mynd sem tvíkvæða - hljóta að hafa borið hana fram [ijarn].6 7 Og þar
sem ía breyttist ekki í éa í norrænu er viðbúið að framburður orðsins
hafi haldizt óbreyttur þar til íarn [ijarn] breyttist í iárn [ja.rn], sbr.
vnorr.fría 'elska' > friá, fíande 'sá er hatar' >fiánde (> fjandi).
I raun mælir ekkert gegn því að rekja austurnorrænu myndirnar
til tvíkvæðu myndarinnar íarn sökum þess að bæði í fornsænsku og
forndönsku þekkist samdráttur ía í iá, sbr. fsæ. frænde, fdö. frændi (<
*friœnde < *friánde < *friandæ), fsæ. fiande, fiænde (tvíkvætt), íáö.fiænde
(sbr. ndö.fjende) < *fiœnde < *fiánde (: fsæ.fiande (þríkvætt), fdö. *fiande
(fiænde, figende)) (sjá Noreen 1904:50, 88, Kock SL 11:287, 290-92 og
Brondum-Nielsen 1950:186-87, 334)7 Reyndar eru þar einnig dæmi
um samdrátt éa í iá, sbr. fsæ.friæls, fdö.fræls < *friáls < *fréals < *fréhals
< *frihals(R.) (sbr. Noreen 1904:82, 88). Að mati Kocks (SL 11:288-89) var
myndin iárn samnorræn og gat hún jafnt verið komin af éarn sem iarn.
5 Það var upphaflega hvorugkynsorð en kyn þess breyttist seinna í karlkyn.
6 Kristensen 1904:23 gerir ráð fyrir að þegar írska orðið um 'jám' var tekið upp
í norrænu hafi mynd þess verið *éarn. I þessu sambandi vísar hann til Holgers
Pedersens, sem tjáði honum í bréfi að orðið hefði þróazt með eftirfarandi hætti
úr elztu frumkeltnesku (s.st. nmgr. 3): *eisamo- > írska *éharn > *éarn > *iaarn (við
tvíhljóðun é) > iarn (á eldra skeiði tvíkvætt, þ.e. „i-arn"). Taldi Pedersen sennilegt
að um 700 hefði mynd þess enn verið *éarn. Þessi tímasetning neyddi Kristensen
til að gera því skóna að umrætt orð tilheyrði elztu norrænu tökuorðum úr írsku,
sem að hans mati kunna að vera frá byrjun 8. aldar. - Ekki er þörf að velta þessu
frekar fyrir sér þar sem forsendan er röng. Keltneska orðið um 'jám' hljóðaði
*isarnon eða *isarnon (hið síðara er sennilegra eins og fram kemur hér að neðan).
7 Um breytinguna iá > (i)œ í fomsænsku og forndönsku sjá Noreen 1904:90-91,
Kock SL 11:290-92 og Brondum-Nielsen 1950:335-40. Reyndar má einnig skýra
*fr(i)œnde sem áhrifsmyndun til samræmis við flt. *fr(i)œndr < *friændr [frijendr]
< *friandÍR (sbr. Kock SL 1:84,11:292 og Brondum-Nielsen 1950:338). Þannig hefur
vnorr.frénde orðið til. I þessu sambandi má nefna að í tísl.fiándi hefur eintalan haft
þau áhrif á fleirtöluna að við hlið *fi4ndr (sbr. nísl.fjendur 'óvinir') varð til myndin
fiándr (sbr. nísl. fjandur, fiandar 'djöflar, púkar'). Sennilega var samdrátturinn
*friændr > *fr(i)œndr ogfiande > fiánde forsenda útjöfnunar innan beygingardæma
þessara orða. Hún hefði varla orðið á meðan beygingardæmin höfðu enn stofn-
brigðin *friand- : *friænd- og fiand- : fiænd- (með reglulegum myndbrigðum
viðskeytis lýsingarháttar nútíðar). Þetta sýnir hve ungar slíkar áhrifsmyndanir
geta verið og því er ekki nauðsynlegt að endurgera samnorræna mynd *fr(i)œnde
fyrir vnorr.frqnde og anorr.frætide.