Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 125
Jón Axel Harðarson: Um orðið járn í fornnorrænu
115
leifar tvíkvæðu myndarinnar eru varðveittar í kveðskap. í dróttkvæð-
um eru fjögur dæmi um hendingar eins og arnar : iárne sem túlkaðar
hafa verið sem vitnisburður um myndina iarn (með stuttu a) í fornnor-
rænu. Notkun orðsins í slíkum hendingum er þó bezt skýrð þannig að
hið langa a hafi sætt bragfræðilegri styttingu á undan samhljóðaklas-
anum rn eða rímið sé „ófullkomið" að því leyti að sérhljóðalengd sé
ekki sú sama í báðum rímatkvæðum. Þetta verður skiljanlegra þegar
haft er í huga að afar fá orð gátu rímað við iárn svo að um „fullkomið"
rím væri að ræða. Þá hefur því verið haldið fram að austurnorrænu
málin krefðust fornnorrænu myndarinnar iarn en eins og sýnt hefur
verið fram á er það misskilningur.
I Fyrstu málfræðiritgerðinni var myndin iárn rituð <eárn>. Höfund-
ur á þó í erfiðleikum með að rökstyðja þann rithátt. Hann vísar til þess
að í kveðskap hafi tvíkvæða myndin verið borin fram með e í fram-
stöðu en ekki i. Þessi framburður er ekki upprunalegur. Norrænir
menn sem tóku upp fornírska orðið iarn skynjuðu hljóðmynd þess
sem [ijarn]. Þar sem orðið sætti mjög snemma samdrætti í venjulegu
talmáli vissu menn á 12. öld ekki lengur hvernig tvíkvæða myndin
hafði áður verið borin fram.
Skýring þess að höfundur vill rita orð eins og iárn og iór með e
í stað i, þ.e. eárn, eór, er skriftarfræðilegs eðlis. Á fyrri hluta 12. ald-
ar drógust orðmyndir eins og féar, séa, séom og tréom saman og urðu
að fiár, siá, sióm og trióm. Höfundur hefur þekkt mörg dæmi bæði
ósamandreginna og samandreginna mynda og vissi að iá og ió voru
oft orðin til úr éa og éo. Ihaldssemi í stafsetningu olli því að margir
rituðu samandregnu myndirnar eins og um ósamandregnar væri að
ræða. Þar sem hálfsérhljóðið [j] í stígandi tvíhljóðum eins og iá og ió
var oft ritað e mátti alhæfa þessa ritun þannig að hún næði til allra
stígandi tvíhljóða sem hófust á [j], óháð uppruna þeirra. Það virðast
höfundar FMR hafa gert.
Germanska og keltneska orðið um 'járn' eru skyld find. isirá- 'öfl-
ugur, sterkur, kvikur, fljótur' og gr. íepóq / íapóq / ipóq 'kröftugur,
röskur, heilagur' og táknaði hinn 'sterka (málm)', þ.e.a.s. hinn harða
málm í samanburði við aðrar málmtegundir (einkum brons). Orð-
myndunarlegt samband þessara orða er sem hér greinir: ie. *hfsh2-ró-
'kröftugur, sterkur, kvikur o.fl.' (find. isirá-, gr. ípóq) —> *h:ish2-eró- 'þ.s.'
(gr. íapóq, sem seinna breittist í íepóq, keltneska árheitið Isará, ógam-
ír. mannsnafnið IARI (ef.), fír. íaru 'hreysiköttur, íkorni' < *isarðn-) —>
*hjsh2-er-nó- 'þ.s.' (frkelt. *isarno-) —> *h}éish2-er-no- (frgerm. *eisarna- >
*isarna-). Samband siofnmyndanna í keltnesku og germönsku skýrist