Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 164
154
Orð og tunga
Merkingarskýring Osb. er lítillega aukin frá Í02 en einkum munar
um tvö ný afbrigði þar sem samhljóð og sérhljóð fyrripartsins eru
frábrugðin. í Osb. er einhljóðsviðskeytið haft í uppflettimyndinni en
slíkur munur er ekki glöggur í Í02.
Elsti seðill í Tms. með heimildum um þessa sögn er frá 1965 en
aðrir frá 1985 nema tveir ótímasettir þar sem heimildarmenn þekkja
ekki orðið. Heimild Í02 er því að líkindum þessi frá 1965 þar sem
sögnin denoka merkir 'slóra, slæpast'. Heimildarmaðurinn á rætur
í Vestur-Skaftafellssýslu og Norður-Múlasýslu. Þá er óskýrt hvers
vegna einnig er birt afbrigðið denóka, heimild annaðhvort ófundin eða
höfundar Í02 hafa sjálfir þekkt það afbrigði. Hvorugur þeirra er þó að
austan, en þangaðbenda öll átta dæmin frá 1985. Ásgeir spyr um orðið
í útvarpsþætti í ársbyrjun 1985 (íslenskt mál 26. janúar, 3; 16. febrúar,
2), segir um það stakdæmi í Tms, og gefur merkinguna 'slóra, slæpast'
sem síðan er nefnd í flestum svörunum. Einn heimildarmaðurinn
talar þó um að 'dunda, slóra við e-ð'. Annar nefnir bara 'dunda' og
segir sjaldgæft.
Heimildarmennirnir níu nefna sögnina aðeins tvisvar með loka-
atkvæðinu -óka. Víxlin o:ó eru algeng í orðum þar sem hljóðin koma fyrir
í áherslulítilli stöðu, tökuorðum, blendingsmyndum einhverskonar
eða orðum af óljósum uppruna. Mætti þess vegna búast oftar við
ó-inu í þessari afbrigðasyrpu, en líklega skiptir hér máli að -oka er
mun algengari síðari liður eða viðskeyti sagnar en -óka (sbr. einoka ...,
bolloka, dralloka, kinoka ...; eina almennilega -óka-sögnin í tölvugrunni
Islenskrar orðabókar auk þessarar er drollóka (athugað í mars 2010)).
Afbrigði sem heimildarmenn nefna eru þessi: denoka, demóka, dinoka,
dinóka. Afbrigðið denóka finnst ekki í Tms., en er þó sameiginlegt Í02 og
Osb. Aðeins einn heimildarmaður nefnir afbrigðið demóka, tveir dinoka
og þriðji dinóka. Þessir fjórir nefna jafnframt orðmyndina denoka, en
hana kunna þeir raunar að hafa haft úr fyrirspurn Orðabókarmanna.
Höfundur Osb. segir uppruna orðsins óvissan og hefur vaðið
fyrir neðan sig með því að nefna bæði aðalafbrigðin við myndirnar
í 102. Það er í samræmi við þau vinnubrögð Ásgeirs við orðaleit og
umfjöllun alla að treysta heimildarmönnum Orðabókarinnar og halda
til haga öllum fróðleik um viðkomandi orðfæri, hversu smálegur sem
hann kann að virðast í fyrstu.
Flettuna vantar í handrit Í02, og hefur væntanlega bæst við í próf-
örk.