Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 177
Mörður Árnason: Ásgeir, Orðsifjabókin og ÍO 1983
167
Hér voru íhugaðar hinar eiginlegu merkingarskýringar, og þá er
að líta á leiðbeiningar um málsnið, aldur og útbreiðslu. Málfarsvið-
vörunin (?) á ekki heima í orðsifjabókinni. I almennu orðabókinni er
ekki getið aldurs orða sem teljast lifandi í tungunni. Bendingar um
ný- eða nútímaíslensku (nísl.) og upprunaöld (t.d.: 18. öld) eiga þar
ekki heima. Krossinn er notaður á annan veg í Osb. en 102 (sjá um-
fjöllun um dolsa) en sameiginlegt tákn sem hér kemur við sögu er
staðbindingartáknið (O).
Ellefu orðanna eða orðhópanna sextán eru sögð staðbundin í 102.
Staðbinding heldur sér (ásamt „nísl."-bendingu) í fimm tilvikum í
Osb.: data, dausa, deppa, denoka, dikill. í sex tilvikum er engin staðbinding
í Osb. (aðeins „nísl/'-bending eða aldarupplýsing): dalsa, della nov
dings, dirla, dogginn, dokka. Höfundur Osb. notar staðbindingartáknið
miklum mun sparlegar en gert er í 102.
Ásgeir Blöndal Magnússon hafði einsog áður segir hafið störf að
orðsifjabók sinni þegar hann var fenginn til verka við endurskoðun
íslenskrar orðabókar. Ekki er ljóst hvenær hann ákvað að safna til
orðsifjabókar. Seðlahandrit Ásgeirs að bókinni er nánast endanlegt og
engin þróun eða tímaskil þar sjáanleg. í sjálfu sér er Orðsifjabókin
unnin í beinu framhaldi af störfum Ásgeirs á Orðabókinni, kennslu
við Háskólann og greinum um norræn fræði og germönsk, og ef til vill
hefur hann aldrei tekið eiginlega ákvörðun um að skrifa orðsifjabók
um íslenskt nútímamál. Líklegt er þó að fornmálsbók Jans de Vries
og viðamikil grein Ásgeirs um hana árið 195919 hafi orðið kveikjan að
þessu verkefni.
Sé svo hefur Ásgeir unnið að orðsifjabók sinni í rúmlega hálfan
annan áratug, í hjáverkum vissulega, þegar kemur að vinnunni með
Árna Böðvarssyni að Í02, um það bil sem hann lét af störfum við
Orðabók Háskólans. Að því loknu tók hann aftur til við orðsifjarnar.
Ásgeir var fenginn til að taka upp þráðinn í útvarpsþáttunum um
íslenskt mál í ársbyrjun 1982 og má ætla að þá hafi störf hans við
endurskoðunina verið farin að léttast. Ásgeir lauk handriti sínu að
Osb. árið 1985 en útgáfuverkið var áfram aðalstarfi hans til dauða-
dags í júlí 1987.20
Af samanburði nokkurra uppflettiorða og merkingarskýringa hér
að ofan eru tengsl bókanna augljós á því orðsviði sem samanburðurinn
tekur til. Fyrst og fremst virðist þeim þannig háttað að 102 þiggi frá
Osb.-drögunum. Munur á skýringum og frágangi uppflettiorða er þó
19 Sjá: Gunnlaugur Ingólfsson 2011:4-5.
20 Sjá um útgáfustörfin: Osb.:xxii.