Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 82
72
Orð og tunga
sem nafnorðinu grufl og sögninni grufla voru gerð góð skil. Ekki var
þess að vænta að finna orðin grófheit, guðlegheit eða göfugheit, þar sem
ABIM tekur ekki með orð sem enda á tökuviðskeytinu -heit. Fremur
hefði mátt búast við umfjöllun um viðskeytið -heit. Grott er hugsan-
lega misritun fyrir grotta sem bæði er fletta hjá BH og ABIM og HSch
skýrir með „d. Grotte; ísl. dæld". Rm hefur dæmi um orðið a.m.k.
frá 18. öld. Ekki veit ég hvernig grund var borið fram í merkingunni
'ástæða', sennilega „grún-n". Líklega hafa bæði Björn og Asgeir litið
á orðið sem dönsku.
5.5 Samantekt um stafkaflann g
Lítill sem enginn munur er á þeim kafla handritsins sem sýnir orð
sem hefjast á g og þeim sem hefjast á d (sjá 4.5) annar en að sá fyrri
er mun styttri. Hann er ekki fremur en hinn fullfrágenginn frá hendi
HSch. Skýringar vantar við tvö orð orð, glósa og glimt. I þessum kafla
eru einnig mörg orð merkt með „d." fyrir „danska". Danska orðið
fylgir stundum með, t.d. „d. gotte sig", „d. gump" en stundum ekki,
t.d. aðeins „d." við glimt.
Sé horft til uppruna orðanna hafa vissulega mörg þeirra borist í
málið úr dönsku. ABIM telur t.d. að grassera, gressilegur, grubl, glimt,
gotta sér og groms hafi komið þá leið á síðari öldum. Sum orðin telur
hann gömul tökuorð úr fleiri en einu máli, t.d. glósa úr fornfrönsku,
grallari úr latínu og grófur hugsanlega úr miðlágþýsku jafnvel í gegn-
um dönsku.
Sama á við hér og í fyrri kaflanum að Asgeir sleppir ýmsum við-
skeyttum og samsettum orðum sem engu bæta við upprunaskýringar
grunnorðsins.
6 Niðurlag
Florilegiwn er líklegast ein merkasta samantekt um aðkomuorð í máli
manna á fyrri hluta 19. aldar. Hallgrímur stundaði orðasöfnun sína
á aðkomuorðum framan af 19. öld, einmitt þegar hugmyndir Fjöln-
ismanna um tungumálið voru farnar að skjóta rótum (Kjartan G.
Ottósson 1990: 51-64). Fjölnismönnum hefur margt verið eignað hvað
tungumálið varðar og margt vissulega með réttu. En Benedikt Gröndal
minnti rækilega á föður sinn og Hallgrím í Dægradvöl (1953:340-341):