Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 124
114
Orð og tunga
myndir, sbr. fnorr. bróþerne, móþerne og faþerne < frgerm. *brödærnija-,
*mödærnija-, *fadærnija- <— *brödærna-, *mödærna-, *fadærna- (hins veg-
ar eru gotn. *fadreins (í nafngervingnum fadrein hk. 'faðerni, forfeður,
kyn'), fe. fæderen 'paternus' og medren 'maternus' komin af frgerm.
*fadrína- og *mödrina-, sem leidd eru af stofnbrigðunum *fadr- og
*mödr- með viðskeytinu -ina-).
Af öðrum staðarfallsmyndum voru einnig mynduð lýsingarorð
með viðskeytinu -no-, sbr. t.d. gr. 7tepwivó<; 'sem er frá fyrra ári' <—
népuai (dor. Ttépuxt) 'í fyrra' (= fnorr. (í) fiorð, fÍQrð 'þ.s.' < ie. stf. *per-
ut-i þar sem -ut- er hvarfstig af *uet- 'ár'), lat. peregrinus 'sem ferðast
erlendis, kemur frá útlöndum', leitt af staðarfalli sem varðveitt er í
ao. peregri 'utanlands' (sjá Ernout-Meillet 2001:498), frgerm. *meina-
'minn', *þeina- 'þinn' < stf. *me-i, *te-i + -no- ('sem er hjá mér, þér' >
'sem tilheyrir mér, þér').
í afleiðslum af þessu tagi gat tengslamerking ('sem tilheyrir X')
auðveldlega þróazt. Það sýna vel eignarfornöfnin *meina- og *þeina-
í frumgermönsku. En lýsingarorð eins og lat. paternus og germ.
*fadærna- (sjá hér að ofan), sem samsvara lat. patrius og gr. Ttáxptoq,
bera þess einnig vott; síðarnefndu orðin eru mynduð með tengslavið-
skeytinu -iio- < *-ih2o-. í raun voru viðskeytin -iio- og -no- oft valfrjáls,
sbr. t.d. gr. KÚK?ao<; 'hringlaga (þ.e. eins og hringur)': kúk^oi; 'hringur'
og 7taiSvó<; 'barnalegur (þ.e. eins og barn)': naXq, ef. 7tat8-ó<; 'barn'.
Af þessum sökum má líta svo á að afleiðslur eins og *seh2-uel-o-
'sólarlegur' (> *sauelo-, nafngert í germ. *söwela-, gotn. sauil hk. 'sól')
—> *seh2-uel-ih2o- 'þ.s.' (> *saueliio-, nafngert í gr. (hóm.) riéXroí;, dór.
QéXto<; 'sól')58 og *tig-eró- 'hvasslegur (skarplegur)' —> *tig-er-nó- 'þ.s.'
séu alveg sambærilegar.
5 Niðurstöður
í fornnorrænu hafði orðið um 'járn' tvær myndir, íarn og iárn, auk
ísarn. Myndin íarn er tökuorð úr fornírsku. Við áherzlufærslu og sam-
drátt breyttist hún í iárn. Þessi mynd er samnorræn. Aðeins örfáar
og *fadærna- (sjá strax í meginmáli) renna stoðum undir þá greiningu sem hér er
valin.
58 Varðandi merkingarbreytinguna sem hér verður við nafngervingu lýsingarorðsins
skal bent á hliðstæður eins og ie. *deiuós 'himneskur, guðlegur' > lat. deus 'guð',
gr. 7tai8vó? 'bamalegur' > no. 'bam (strákur)', lat. híbemus 'vetrarlegur, sem
tilheyrir vetrinum' > no. 'vetur' (sem leysti lat. orðið hiems af hólmi í rómönsku
málunum).