Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 172
162
Orð og tunga
um, og má vera að þess vegna sé merkingarskýring flettunnar í ýtar-
legra lagi.
dona, so.
102 „?dona, -aði s: nú d. ég, mig donar ég er hissa."
Osb. „2 don h. (18. öld) 'linun eða lát á e-u'; dona s.: d. við
'linast eða hætta við', ég dona, mig donar 'ég verð agn-
dofa eða hissa'."
Merkingarskýring Osb. er fyllri en í Í02, með nýju sagnsambandi
og tengingu við nafnorðið don sem ekki er meðal uppflettiorða Í02
í þessari merkingu. I Osb. er ekki sérstök aldursmerking á sögninni
og líklega miðað við að hún sé dregin af 18. aldar-nafnorðinu. Spurn-
ingarmerkið um „vont mál ..." skýrist við þær upplýsingar Osb. að
sögnin sé komin úr dönsku (dane).
Talmálssafnsdæmi um sögnina eru þrjú, og virðast öll þangað
komin áður en verkum lauk við Í02. Við tvö þeirra styðst merk-
ingarskýringin þar. Eitt er á ótímasettum seðli úr Djúpi. Þar er
nefnifallsfrumlagið: „nú dona ég: nú er ég hissa." Asgeir Svan-
bergsson segist hafa þetta „eftir gömlum kerlingum" í Djúpi. Þá er
dæmi um ópersónulegu gerðina merkt „Rang." en haft eftir Snæ-
fellingi búsettum í Reykjavík: „mig donaði að sjá þetta" - 'varð
undrandi'. Seðillinn er úr orðasafni frá Árna Böðvarssyni, ritstjóra
íslenskrar orðabókar. Þetta eru sameiginlegar heimildir bókanna
tveggja.
Orðasafn Akureyringsins Sigurðar Gíslasonar var líklega skráð á
seðla í Tms. á sjötta eða sjöunda áratugnum en heimildar þaðan um
sögnina sér þó ekki stað á prenti fyrr en í Osb.: dona við e-ð: 'hætta við
e-ð, linast, trénast upp'.
Nafnorðið don í Osb. sýnist mega rekja til dæmis í Rms. úr rímum
Snorra á Húsafelli út af þýskri sögu, prentuðum 1784. Þar er á sínum
stað þaulrímuð vísa um sjóferð: „Aldrej gan med geysi brun / Grædis
linun fann né don / Fyrr'enn svan uns fjadra-hrun, / Féck af dyn við
Lissabon" (SnBjJóh. III, 45). Mun hér vera skýrt frá miklum sjógangi
sem ekki linnir fyrr en í Lissabon,15 en máli skiptir fyrir þessa athugun
15 Vísan var borin undir Kristján Eiríksson, sem skýrir hana svo „með ómerkilegu
flatrími": Aldrei lát á æstum sjó, / öldur þutu lon og don, / unnar svanur fyrr en
fló / við fögnuð inn til Lissabon. Vísu Snorra má taka svona saman: Gan græðis
með geysi-brun (mikill sjávargangur) fann aldrei linun né don fyrr en svan (nf.)
unns (þ.e. svanur unnar: skipið) fékk fjaðrahrun (lenti) af dyn (með viðhöfn) við
Lissabon. Bragarhátturinn mun vera fagursneitt samkvæmt fræðum Sveinbjamar