Orð og tunga - 01.06.2011, Page 79

Orð og tunga - 01.06.2011, Page 79
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin 69 merkinguna 'græsselig'. ÁBIM aldursmerkir gress(i)legur 17. öld og segir orðið tökuorð úr dönsku græsselig sem aftur hafi þegið það úr miðlágþýsku greselik. Elstu heimildir um báðar ritmyndirnar eru frá sama tíma. Við fleirtölumyndina grillur hefur HSch aðeins orðin 'heilaköst, heilabrot'. BH hefur einnig fleirtöluna sem flettimynd og skýrir orðið 'Griller, Fantasi'. ÁBIM aldursmerkir orðið grilla 17. öld og telur það tekið að láni úr dönsku grille 'meinloka; engispretta' sem aftur hafi þegið það úr þýsku Grille 'engispretta', úr latínu grillus í sömu merkingu. Elsta heimild Rm er frá lokum 17. aldar. Við nafnorðið grobb hjá Hallgrími stendur 'raup' en þar fyrir aftan „s. Þórðar hreðu". Orðið fann ég hvorki í fornmálsorðabók Fritzners (1886-1896) né hjá Eiríki Jónssyni (1863) og elsta dæmi í Rm er frá miðri 18. öld. Við sögnina grobba stendur 'raupa, berkja stórt'. BH gefur skýringuna 'Brovten, Praleri'. ÁBIM telur að grobb eigi sér ekki beinar samsvaranir í skyldum grannmálum og spyr hvort sögnin grobba og grobbinn séu tökuorð og einhvers konar ummyndanir á danska orðinu grobian eða grobrian, í þýsku Grobian, í miðaldalatínu Grobiánus sem bæði var samnafn og sérheiti á rustamenni. Spurningunni svarar hann ekki og ekki hefur hann orðið grobian sem flettu. Orðið er á listanum hjá Hallgrími skrifað grobbíán og við stendur að í þjóðversku og dönsku sé orðið Grobian, í íslensku 'raupari'. Næsta sameiginlegt orð er lýsingarorðið grófur. Við það stendur hjá HSch „ósvinnur, ókurteis, mikill, t. d. grófur kuldi". Hjá BH er gefin merkingin 'grov, plump'. ÁBIM telur að orðið sé komið inn í málið á 17. öld annaðhvort úr dönsku eða miðlágþýsku. Elstu heimildir í Rm eru frá þeim tíma. Næstu tvö orð eru nafnorðið grubl og sögnin að grubla. Við þau stendur hjá HSch annars vegar 'heilabrot' og hins vegar 'að brjóta heilann'. BH gefur merkinguna 'Famlen i Blinde' við grubl og við grubla 'famle i Blinde'. ÁBIM gefur merkingarnar 'róta eða grafa í, fálma; velta fyrir sér, brjóta heilann um' við sögnina grufla og 'rótun eða fálm í e-u, heilabrot' við nafnorðið grufl. Hann telur merkinguna að 'velta fyrir sér' tökumerkingu úr dönsku. í Rm eru elst dæmi um nafnorðið frá síðasta þriðjungi 17. aldar en um sögnina frá miðri 16. öld. Síðasta sameiginlega orðið er gumpur. Við það skrifar HSch: „d. Gump, ísl. lendar, rass". BH gefur merkinguna 'Rumpe' en ÁBIM 'lend' en að auki staðbundnu merkinguna 'kviður, bakhluti, rass'. I Rm eru elst dæmi um gump frá 16. öld og virðast þær merkingar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.