Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 14
4
Orð og tunga
mætti orðfræði annars vegar og málfræði hins vegar. Að vísu er þetta
allt málfræði, en samt sem áður tel ég að þessi skipting eigi rétt á
sér. Orð/ræð/greinarnar fjalla einkum um einstök orð, aldur þeirra í
málinu eða útbreiðslu þeirra í landshluta, sýslu eða héraði, upp-
runa og skyldleika við önnur orð málsins og samsvaranir í skyldum
grannmálum norrænum, og öðrum germönskum og indóevrópskum
málum. Hér er á ferðinni orðfræði og orðsifjafræði. Málfræðigreinarnar
eru lengri greinar um tiltekin málfræðileg, einkum málsöguleg við-
fangsefni, bæði hljóðfarsleg og orðmyndunarleg og taka ekki til
einstakra orða heldur til tiltekinna atriða og einkenna, erfða eða
breytinga í málkerfinu.
Orðfræðiskriíunum má enn fremur skipta í tvo þætti. Þar er annars
vegar um að ræða eiginleg orðsifjaskrif eins og ritdómarnir um orðsifja-
bækur þeirra Holthausens og Jan de Vries. Þetta er svo viðamikil iðja
að telja verður alveg sérstakan þátt í fræðiskrifum Ásgeirs. Ritdóm-
urinn um bók Holthausens er 15 síður að lengd og dómurinn um verk
de Vries, Altnordisches etymologisches Wörterbuch, birtist í þrennu lagi,
fyrst í Skírni árið 1957, en síðan í tveimur árgöngum íslenzkrar tungu,
1. og 3. árgangi, samtals 33 þéttprentaðar síður með smáu letri.
En þessi skrif verða ekki metin eftir leturþéttleik og blaðsíðufjölda.
Það eru vissulega efnistökin sem máli skipta og þau eru þannig í
stórum dráttum að eftir nokkurn inngang, þar sem Ásgeir lýsir innri
skipan og röklegu samhengi verksins, ætlun höfundar, eins og hún
kemur fram í formálsorðum, leggur hann nokkurn dóm á hvernig
til hefur tekist og gengur síðan á stafrófsröðina bókina á enda og
gagnrýnir það sem honum finnst aðfinnsluvert, óljóst eða beinlínis
rangt. Hann leggur jafnframt fram sínar eigin skýringar, þar sem við
á, oftar en ekki með skírskotun til dæma úr síðari tíma íslensku, ýmist
úr ritum eða mæltu máli. Enn fremur rekur hann hvernig til hefur
tekist um einstaka efnisþætti, eins og t.d. tökuorðaþáttinn, örnefna-
og viðurnefnaskýringar í bók Holthausens eða áhrif kenninga Jost
Triers (1951) á orðsifjaskýringar Jan de Vries.
Jan de Vries gaf verk sitt út í einstökum heftum (1957-61), og ég
efast um að ritdómur Ásgeirs hefði orðið jafn efnismikill og ítarleg-
ur og raun varð á, ef verkið hefði komið út í einu bindi. Ritdómur
þessi vakti athygli á sínum tíma, a.m.k. í þeim hvirfingum, þar sem
orðsifjafræði er stunduð. Þegar verk de Vries hafði komið út í alls tíu
heftum, var það gefið út í einu bindi árið 1962 sem nefnt var „Önnur
útgáfa endurbætt" (Zweite verbesserte Auflage). Meðal formálsefnis
er sex blaðsíðna kafli sem nefnist „Leiðréttingar og viðaukar"