Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 19
19
HELGI RAFN TRAUSTASON KAUPFÉLAGSSTJÓRI
aðarins. Voru byggð sláturhús með
þessu fyrirkomulagi m.a. á Selfossi, í
Búðardal, á Hvammstanga, Blönduósi
og Húsavík. Varð fjármögnun þeirra
tiltölulega létt, enda var þar staðið við
fyrirheit um lán og beina styrki. Hér
var samþykkt tillaga á aðalfundi KS,
frá Akradeild félagsins, um að það
stefndi að endurbótum á sláturhúsinu
á Sauðárkróki. Var í framhaldinu haf-
ist handa við hönnun á slíku húsi með
það fyrir augum, að framkvæmdir
gætu hafist að lokinni haustslátrun
1971 og varð það úr. Vann Helgi Rafn
manna mest að þessum undirbúningi.
Bar þó strax á því innan landbúnaðar-
kerfisins, að menn voru misjafnlega
sáttir við þennan framkvæmdavilja
KS, hvað sem því hefur valdið. Verður
nánar sagt frá sláturhússuppbygging-
unni hér síðar.
En fleira gerðist hjá KS á þessum
árum. Lengi hafði það verið baráttu-
mál félagsfólks í Seyluhreppi, og raun-
ar öðrum sveitarfélögum í innan-
verðum Skagafirði, að KS kæmi upp
þjónustu í Varmahlíð. Niðurstaðan
varð sú, að hafist var handa um bygg-
ingu verslunar- og þjónustumiðstöðv-
ar í Varmahlíð og tók hún til starfa
1968. Á þessum árum var einnig
bygg t lítið matvöruverslunarútibú við
Smáragrund á Sauðárkróki, sem fé-
lagið rak allt fram til ársins 1983, að
Skagfirðingabúð tók til starfa. Einnig
var hafinn undirbúningur að endurbót-
um á húsakynnum Fiskiðjunnar og
stækkun sem leiddi af auknum umsvif-
um þar.
Um og upp úr miðjum sjöunda
áratugnum fór mjög að halla undan
fæti hjá Kaupfélagi Austur-Skag-
firðinga á Hofsósi. Fór svo, að rekstrar-
stöðvun blasti við. Komu því forráða-
menn KASH að máli við stjórn KS
um hvort menn sæju einhverjar leiðir
til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot
félagsins, en halda samt uppi þjónustu
á Hofsósi. Voru menn þá einkum með
í huga verslunarþjónustu og slátrun,
og rak KS á tímabili í framhaldi af
þessu slátrun á Hofsósi, þótt allar að-
stæður til þess þar væru langt frá því
góðar ellegar hagkvæmar. Niðurstaðan
varð svo sú, að KS tók við versluninni
á Hofsósi í desember 1968 og keypti
um leið upp verslunarstarfsemi Óla
M. Þorsteinssonar, sem samhliða tók
við starfi útibússtjóra KS á Hofsósi.
Hofsósbúar vildu hins vegar hafa
fiskvinnsluna í höndum heimamanna
þar og stofnuðu fyrirtæki um rekstur
hennar, Hraðfrystihúsið hf. á Hofsósi,
skammstafað HFH. Stóð sá rekstur í
allmörg ár en lagðist að lokum niður.
Keyptu Hofsósingar og ráku um skeið
Við upphaf slátrunar í færikeðjuhúsinu
haustið 1973. Gísli Magnússon stjórnar
formaður KS til vinstri og Helgi Rafn
Traustason kaupfélagsstjóri til hægri.
Ljósm.: Stefán Pedersen.