Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 54

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 54
54 SKAGFIRÐINGABÓK nesmegin, en hinn endi hans á Gígun­ um vestan óssins. Rétt ofan við byrgið var hamraveggur í framhaldi af Ósa­ klettinum. Í þessum hamravegg voru víða syllur og skálar þar sem óx grósku mikil burnirót og fleiri jurtir. Stærst þessara skála var svonefnt Meyj­ arsæti. Þar gátu setið tvær til þrjár manneskjur innan um mikið blóm­ skrúð í góðu skjóli. (Þetta hamraþil var síðan sprengt með dínamíti til að fá hleðslugrjót í brúarstöplana þegar Ósinn var brúaður fáum árum síðar.) Oft var líflegt við Ósinn, því margir áttu erindi í Krókinn að morgni og síðan til baka, oft síðla dags eða ennþá síðar. Man ég að menn og hestar biðu ferjunnar báðum megin óssins sam­ tímis svo þá var ferjan fullhlaðin báðar leiðir. Mest gaman fannst mér ef ferða­ fólkið var á aldur við mig, sem líklega hefur verið sjaldgæft. Svo gat ég tínt skeljar í fjörunni út með berg inu og smákuðunga sem voru fastir á stór­ grýtinu þar. En mest gaman var þó að sjá pabba sem sá um að koma öllu þess u fólki og farangri leiðar sinn ar með eigin handafli þegar sveifinni var snúið. Oft held ég að hann hafi verið þreyttur þegar mikil umferð var og ókyrrð í ósnum. Óhöpp Á þessum árum var það árviss atburður að loðnu rak á fjörurnar á Borgarsandi síðla vetrar og var hún nýtt, bæði til matar og skepnufóðurs. Á Hellulandi var hún breidd til þerris og herslu á klappir á svonefndum Ljúflingshól. Þar var hún lögð í rifgarða eins og hey og þurrkuð. Í kjallaranum, sem við höfðum til geymslu, stóð fullur poki af þurrkaðri loðnu sem var gefin kún­ um. Ég uppástóð að nauðsynlegt væri að höggva hana í smá bita svo að Skjöldu gömlu gengi betur að éta hana. En auðvitað var ég að leika mér að þessu. Ég tók flugbeitta öxi og byrj aði að höggva. Það var voða gaman. En fljótlega geigaði höggið og öxin lenti á vísifingri vinstri handar og stóð í beini á fremstu kjúkunni og hornið á axarblaðinu lenti líka á fremstu kjúku löngutangar. Það varð uppi fótur og fit og Ólafur kom með eitthvað sem ég heyrði nefnt karbólvatn. Síðan var búið um þetta eins vel og hægt var og allt greri síðan án frekari vandræða. En þessi ör ber ég til dauðadags, hvers u gamall sem ég kann að verða. Sigurður á Hellulandi Sigurður Ólafsson hét faðir Ólafs bónd a. Hann var gamall orðinn og blindur á vinstra auga. Þessa blindu setti ég í samband við það að hann sat við borðið undir suðurglugganum og þá skein sólin í vinstra augað á honum. Hinsvegar var Ólafur blindur á hægra auganu og fannst mér líklegt að hann hefði setið við borðið á móti pabba sín um þegar sólin brenndi þá svona kröftuglega. Sigurður var hreppstjóri Rípurhrepps, merkur maður og frægur fyrir ýmsar uppfinningar til að létta mönnum störfin. Þar var t.d. „rakstrar­ konan“, vírgrind sem fest var á ljáinn þegar slegið var og lagði grasið í múga og sparaði rakstur. Hann var hagur bæði á tré og járn og kom fyrir að hann fór í smiðju sem stóð á túninu niður undan húsinu. Sigurður var stór maður og samanrekinn með nær hvítt al­ skegg. Þegar hann var í smiðjunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.