Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 61
61
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
urð son Jóns bónda og alþingismanns.
Bóndasonurinn átti ýmis leikföng sem
ég hafði aldrei áður séð og fór vel á
með okkur. Þrátt fyrir þessa óþurrka
tíð, sem var nær stanslaus þetta sum
ar, fór svo að heyið náðist upp á endan
um en varð áreiðanlega lélegt fóður,
því þetta var óþurrkasumarið mikla
1926.
Bryggjuveiðar
Að veiða við bryggju kaupfélagsins
var ein dægradvöl okkar strákanna.
Þessi bryggja var beint fram af gamla
kaupfélagshúsinu, í Bótinni innan við
Eyrina, og eina bryggjan á þeim árum.
Veiðarfærin voru grannt garn, yfirleitt
brúnleitt og vafið upp á kefli, dálítil
sakka úr blýi og smáönglar sem kall
aðir voru kolaönglar, því fyrst og
fremst var stefnt að því að veiða kola.
Hann þótti herramannsmatur og var
feitur og góður á sumrin og þá voru
þessar veiðar aðallega stundaðar. En
það voru fleiri fiskar en þessi eftirsótti
koli sem bitu á hjá okkur. Gráðugast
ur var marhnúturinn sem ekki þótti
góður fengur og var yfirleitt sleppt, en
stundum var þó lifrin notuð sem beita
fyrir kolann. Svo var smáufsi og þyrsk
l ingur sem voru hirtir væru þeir sæmi
lega vænir. Kolinn beit ekki á nema
hann hefði frið til þess fyrir þessum
gráðugu fiskum og þá varð beitan að
fá að liggja kyrr á botninum, því sjálf
ur kolinn var oftast hálf grafinn í botn
sandinn. Það var aðallega sandkoli og
skarkoli eða rauðspretta sem við
veiddum og þótti best. Það var ekki
leiðinlegt að koma heim til mömmu
með kola í matinn.
Kirkjugarðurinn
Þegar jarðað var á Króknum og komið
var út úr kirkjunni, þá voru engin
farar tæki til að flytja líkkisturnar upp
í kirkjugarðinn, heldur voru þær born
ar upp sneiðinginn sunnan við Kirkju
Líkfylgd á leið upp Nafirnar. Hér er verið að bera til grafar Regínu Margréti sem dó 31.
ágúst 1923, aðeins 18 ára gömul, dóttur Jónasar Kristjánssonar læknis og Hansínu
Benediktsdóttur konu hans. Í forgrunni er hið mikla steinsteypta fjós Jónasar læknis.
Eig.: HSk.