Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 66
66
SKAGFIRÐINGABÓK
kirkjun a og snarbeygði svo, fyrst til
austurs og síðan til suðausturs og
myndaði þannig nes eða tanga. Þar
myndaðist í henni lón áður en hún
fann sér rás til austurs út í gegnum
sjávarkambinn. Úr tanganum var
lagður planki yfir á hinn bakkann sem
einn maður gat gengið eftir í einu. Á
þessu nesi sem var að mestu sléttur
grasbali, voru tveir torfbæir, Ólafs
bær, þar sem við áttum nú heima, og
Guðmundarbær. Úti á tanganum
byggð i Friðrik Júlíusson sér timbur
hús, en Ólafur sonur Guðmundar í
Guðmundarbæ byggði sér dálítið
steinhús austur af Ólafsbæ sem nú
stendur austan Freyjugötu. Þetta var
fyrsta byggðin sunnan árinnar, sem
síðan var færð og rennur nú í Tjarn
artjörn suður á Mýrum. Sauðáin er
bæði lindá og dragá og í þurrviðri var
hún hrein og tær og sáust þá vel sil
ungsbröndur sem þar áttu heima.
Stundum vorum við strákarnir að
reyn a að veiða þær en með misjöfnum
árangri. Sumir áttu ýmiss konar skipa
eða bátalíkön sem siglt var á ánni eða
lóninu. Á lóninu var líka upplagt að
„fleyta kerlingum“ sem var sérstök
íþrótt, sem fólst í því að láta smásteina
skoppa eftir vatnsfletinum og telja
hve oft þeir hoppuðu og skoppuðu þar
áður en þeir sukku til botns. Til þess
var best að nota létta hellulaga steina
sem nóg var af þarna á sjávarkambin
um. Það var mikill metnaður að geta
flutt sem flestar „kerlingar“, en þær
gátu oft orðið býsna margar með
góðum steinum hjá þeim sem leiknir
voru í listinni. En návistin við ána gat
líka stundum átt óþægilegri hliðar.
Það skeði eitt sinn um hávetur að það
gerði norðan ofsaveður með stór
straumsháflæði og hafróti, að brimið
rótaði malarkambinum fyrir ósinn.
Það hækkaði í lóninu og fór að renna
Sauðárkrókur um 1925. Hér sést flæði Sauðárinnar gegnum bæinn og báðir torfbæirnir,
Ólafsbærinn utar í tanganun og Guðmundarbær sunnar.
Ljósm.: Pétur Hannesson.