Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 66

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 66
66 SKAGFIRÐINGABÓK kirkjun a og snarbeygði svo, fyrst til austurs og síðan til suðausturs og myndaði þannig nes eða tanga. Þar myndaðist í henni lón áður en hún fann sér rás til austurs út í gegnum sjávarkambinn. Úr tanganum var lagður planki yfir á hinn bakkann sem einn maður gat gengið eftir í einu. Á þessu nesi sem var að mestu sléttur grasbali, voru tveir torfbæir, Ólafs­ bær, þar sem við áttum nú heima, og Guðmundarbær. Úti á tanganum byggð i Friðrik Júlíusson sér timbur­ hús, en Ólafur sonur Guðmundar í Guðmundarbæ byggði sér dálítið steinhús austur af Ólafsbæ sem nú stendur austan Freyjugötu. Þetta var fyrsta byggðin sunnan árinnar, sem síðan var færð og rennur nú í Tjarn­ artjörn suður á Mýrum. Sauðáin er bæði lindá og dragá og í þurrviðri var hún hrein og tær og sáust þá vel sil­ ungsbröndur sem þar áttu heima. Stundum vorum við strákarnir að reyn a að veiða þær en með misjöfnum árangri. Sumir áttu ýmiss konar skipa­ eða bátalíkön sem siglt var á ánni eða lóninu. Á lóninu var líka upplagt að „fleyta kerlingum“ sem var sérstök íþrótt, sem fólst í því að láta smásteina skoppa eftir vatnsfletinum og telja hve oft þeir hoppuðu og skoppuðu þar áður en þeir sukku til botns. Til þess var best að nota létta hellulaga steina sem nóg var af þarna á sjávarkambin­ um. Það var mikill metnaður að geta flutt sem flestar „kerlingar“, en þær gátu oft orðið býsna margar með góðum steinum hjá þeim sem leiknir voru í listinni. En návistin við ána gat líka stundum átt óþægilegri hliðar. Það skeði eitt sinn um hávetur að það gerði norðan ofsaveður með stór­ straumsháflæði og hafróti, að brimið rótaði malarkambinum fyrir ósinn. Það hækkaði í lóninu og fór að renna Sauðárkrókur um 1925. Hér sést flæði Sauðárinnar gegnum bæinn og báðir torfbæirnir, Ólafsbærinn utar í tanganun og Guðmundarbær sunnar. Ljósm.: Pétur Hannesson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.