Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 71

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 71
71 ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI mömm u. Ég man ennþá hvað hún starði á mig þegar ég birtist. Tveim dögum áður hafði ég verið á ferðinni og þá var allt í besta gengi, en nú var ég strokinn úr vistinni þar sem ég var búinn að vera tvö sumur í góðu yfirlæt i. Þarna var ég kominn fáklædd­ ur, því auðvitað fórum við eins og við stóðum, Stebbi á skyrtunni einni og ég grútskítugur úr flórmokstrinum og sólbrenndur eftir útivistina heilan sól­ skinsdag. Ég hef áreiðanlega sofnað fljótt og vel því ég rankaði ekki við mér fyrr en sólin var komin hátt á loft. En þá höfðu þeir atburðir gerst að Ragna systir hafði komið í heiminn um nóttina. Þetta strok okkar hefur því gerst 22. ágúst 1928. Þegar leið á daginn birtist Ragn­ heiður á Hellulandi ríðandi með tvo lausa hesta, því ekki höfðu þau Hell u­ landshjón verið lengi að leggja saman tvo og tvo. Henni þótti mikið til um barnsfæðinguna hjá mömmu og grun­ ur lék á að þessi uppákoma hefði flýtt þar fyrir. Eftir að Ragnheiður hafði náð tali af Stebba og frænku hans féllst hann á að fara aftur að Helluland i eins og ekkert hefði í skorist. Man ég að vel lá á honum á leiðinni yfirum. Þegar við komum í hlaðið á Helluland i stóð Ólafur þar og varð að orði: „Þarna koma þá bölvaðir útilegukettirnir.“ Meira var ekki minnst á þetta strok í mín eyru, en eitthvað var sagt meira við Stebba. Samt lauk hann umsömd­ um tíma í vistinni þar. Hann fór löngu á undan mér því ég var þar langt fram á haust. Og þar með var lokið vist minni á Hellulandi, því rás atburðann a tók nýja stefnu. En áður en ég segi alveg skilið við Helluland langar mig að segja ofurlítið frá ýmsum uppákomum, búskapar­ háttum, landslagi og landamerkjum jarðarinnar í næstu köflum. Æðarvarpið Nokkrir hólmar í Héraðsvötnum sem lágu fyrir landi Hellulands, tilheyrðu jörðinni og í flestum þeirra var blóm­ legt æðarvarp.Ýmislegt var gert til að hæna fuglinn að varpinu. Á milli varphólmanna var róið á litlum flat­ botna árabát sem nefndist prammi. Staurar eða prik voru rekin niður og marglit flögg sett á staurana sem blöktu í golunni. Þá voru „hræður“ settar upp til að fæla vargfuglinn frá og stundum vindrellur. Búin voru til skýli úr hnausum og timbri og í „Hellu bæjarhólmanum“ voru búin til hús eða skýli úr hellusteinum. Fyrir varp tím ann var farið með hey og það sett í hreiðrin. Þegar varpið var byrjað af krafti var farið að taka egg, eitt til þrjú úr hverju hreiðri, þannig að eftir væru a.m.k. 3­4 egg í hverju hreiðri til að klekjast út, en kollan verpir oft­ ast sex til sjö eggjum. Þegar fuglinn er búinn að reyta sig og mikill dúnn er kominn í hreiðrin, var farið og tekinn mesti kúfurinn af honum og þá sett hey í staðinn. Svo þegar varpið var af­ staðið og fuglinn farinn með ungana til sjáv ar, var gengið skipulega um varpið og allur dúnn hirtur. Reynt var að gera það í þurru veðri og sem fyrst áður en dúnninn færi út í veður og vind. Að þessu voru mikil hlunnindi. Egg voru borðuð á Hellulandi á hverj­ um degi langt fram á haust. Þau voru geymd í stórri eikarámu og einhvers konar kalk­ og saltblönduðu vatni. Dúnninn sem var aðalverðmætið, var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.