Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 73

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 73
73 ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI sunnanverðan Nesflóa, í beina stefnu austur á klapparima sem er framhald af Geitaberginu, skammt í suðvestur frá túnhorninu í Keflavík. Þaðan í suður um Geitabergið suður á móts við vesturenda Vatnskotsvatns. Þaðan í beina stefnu þvert vestur í Héraðs­ vötn milli Kárastaða og Hellulands. Geitabergið, sem mig minnir að sé 138 m yfir sjó, er hæsti punktur Hegraness og hallar því Hellulands­ landi í stórum dráttum til vesturs niður að Héraðsvötnum. Að horfa yfir í Hegranesið, t.d. af veginum sunnan Sauðárkróks, sýnist vera nær samfelldir klappahryggir. En þó mest beri á þeim til að sjá er reynd­ in sú, þegar sjálfu Geitaberginu slepp­ ir, að þar eru alldjúp mýrasund eða flóar með djúpum jarðvegi. Í flestum þessara mýrasunda er mór, 4­7 stung­ ur að dýpt og sumsstaðar enn dýpri. Meðfram Vötnunum, allt frá Ás­ grímsstöðum (sem eru hluti af landi Hellulands) og út á merki Hellulands og Utanverðuness, er engi Hellulands, að vísu víðast, einkum til endanna, aðeins mjó ræma. Á Vatnabökkunum vex elfting og margs konar língresi, en uppi í flánum er stargresi uppistaðan í gróðrinum. Ofan við engið taka við svonefndar Bríkur sem eru klettaborg­ ir, sundurslitnar af valllendishvömm­ um, en neðan við Bríkurnar um miðbik engisins er svonefndur Stekkj­ ar kíll, vaxinn tjarnarstör og fergini. Innan við innstu Bríkina er svonefnt Miðmundagil, en norðan nyrstu Brík­ urinnar er djúpur hvammur, mjög grasgefinn og heitir Draugslág. Lík­ leg a var það nafnið sem gerði það að verkum að ég hafði nokkurn beyg af þessum stað, en þangað þurfti ég oft að sækja bæði hross og kýr. Lækurinn sem á upptök sín í Húsadalstjörn og rennur um Húsadal, rann um Draugs­ lá[gi]na og í Vötnin um það bil þar sem engið endar og hefur grafið jarð­ fall í sjálfa Draugslá[gi]na. Nokk uð upp af Draugslá[gi]nni er Stekkj ar­ borgin og Stekkjarmelurinn, en ofan þeirra tóku við á víxl mýrasund og klapparimar. Suður og upp frá Hellu­ landi tóku við Hæðirnar, mest klappir með mósundum á milli, en upp frá þeim í átt að Geitaberginu kom all­ mikill flói vaxinn broki og öðrum mýragróðri. Nyrst í þessum flóa er áðurnefnd Húsadalstjörn sem var að hluta til vaxin tjarnarstör, en hluti hennar var graslaus. Á þeim árum sem ég var á Hellulandi lágu reiðgötur í þrjár áttir fram á Nesið, en þar [við Helluland] sameinuðust þær allar í átt ina út að Ós og að Utanverðunesi. Ein leiðin lá til austsuðaust urs upp Húsadal, upp yfir Geitabergið og ofan að Vatnskoti. Til suðausturs lá svo­ nefndur „messuvegur“ upp yfir hæð­ irnar um Fögrukinn og í stefnu á kirkjustaðinn Ríp. Á þeirri leið er svonefnt Rolluberg og þar er Rollu­ bergsrétt, alveg í miðju sveitarinnar. Það var skilarétt Rípurhrepps og þang að var öllu óskilafé smalað, réttað og dregið sundur og hver hirti sitt. Utansveitarmenn komu þangað til að hirða fé sveitunga sinna. Þessar reið­ göt ur lágu um bæjar­ eða kofarústir sem hétu Grænagerði. Þangað þótti mér gaman að koma á fögrum sum­ ardögum þegar ég var í hrossa­ eða kúaleit, því þar uxu falleg blóm sem ég fræddist um að hétu rauðkollar. Þriðju göturnar lágu svo frá Helluland i inn að Kárastöðum og Hróarsdal. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.