Skagfirðingabók - 01.01.2010, Qupperneq 73
73
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
sunnanverðan Nesflóa, í beina stefnu
austur á klapparima sem er framhald
af Geitaberginu, skammt í suðvestur
frá túnhorninu í Keflavík. Þaðan í
suður um Geitabergið suður á móts
við vesturenda Vatnskotsvatns. Þaðan
í beina stefnu þvert vestur í Héraðs
vötn milli Kárastaða og Hellulands.
Geitabergið, sem mig minnir að sé
138 m yfir sjó, er hæsti punktur
Hegraness og hallar því Hellulands
landi í stórum dráttum til vesturs
niður að Héraðsvötnum.
Að horfa yfir í Hegranesið, t.d. af
veginum sunnan Sauðárkróks, sýnist
vera nær samfelldir klappahryggir. En
þó mest beri á þeim til að sjá er reynd
in sú, þegar sjálfu Geitaberginu slepp
ir, að þar eru alldjúp mýrasund eða
flóar með djúpum jarðvegi. Í flestum
þessara mýrasunda er mór, 47 stung
ur að dýpt og sumsstaðar enn dýpri.
Meðfram Vötnunum, allt frá Ás
grímsstöðum (sem eru hluti af landi
Hellulands) og út á merki Hellulands
og Utanverðuness, er engi Hellulands,
að vísu víðast, einkum til endanna,
aðeins mjó ræma. Á Vatnabökkunum
vex elfting og margs konar língresi, en
uppi í flánum er stargresi uppistaðan í
gróðrinum. Ofan við engið taka við
svonefndar Bríkur sem eru klettaborg
ir, sundurslitnar af valllendishvömm
um, en neðan við Bríkurnar um
miðbik engisins er svonefndur Stekkj
ar kíll, vaxinn tjarnarstör og fergini.
Innan við innstu Bríkina er svonefnt
Miðmundagil, en norðan nyrstu Brík
urinnar er djúpur hvammur, mjög
grasgefinn og heitir Draugslág. Lík
leg a var það nafnið sem gerði það að
verkum að ég hafði nokkurn beyg af
þessum stað, en þangað þurfti ég oft
að sækja bæði hross og kýr. Lækurinn
sem á upptök sín í Húsadalstjörn og
rennur um Húsadal, rann um Draugs
lá[gi]na og í Vötnin um það bil þar
sem engið endar og hefur grafið jarð
fall í sjálfa Draugslá[gi]na. Nokk uð
upp af Draugslá[gi]nni er Stekkj ar
borgin og Stekkjarmelurinn, en ofan
þeirra tóku við á víxl mýrasund og
klapparimar. Suður og upp frá Hellu
landi tóku við Hæðirnar, mest klappir
með mósundum á milli, en upp frá
þeim í átt að Geitaberginu kom all
mikill flói vaxinn broki og öðrum
mýragróðri. Nyrst í þessum flóa er
áðurnefnd Húsadalstjörn sem var að
hluta til vaxin tjarnarstör, en hluti
hennar var graslaus. Á þeim árum sem
ég var á Hellulandi lágu reiðgötur í
þrjár áttir fram á Nesið, en þar [við
Helluland] sameinuðust þær allar í
átt ina út að Ós og að Utanverðunesi.
Ein leiðin lá til austsuðaust urs upp
Húsadal, upp yfir Geitabergið og ofan
að Vatnskoti. Til suðausturs lá svo
nefndur „messuvegur“ upp yfir hæð
irnar um Fögrukinn og í stefnu á
kirkjustaðinn Ríp. Á þeirri leið er
svonefnt Rolluberg og þar er Rollu
bergsrétt, alveg í miðju sveitarinnar.
Það var skilarétt Rípurhrepps og
þang að var öllu óskilafé smalað, réttað
og dregið sundur og hver hirti sitt.
Utansveitarmenn komu þangað til að
hirða fé sveitunga sinna. Þessar reið
göt ur lágu um bæjar eða kofarústir
sem hétu Grænagerði. Þangað þótti
mér gaman að koma á fögrum sum
ardögum þegar ég var í hrossa eða
kúaleit, því þar uxu falleg blóm sem
ég fræddist um að hétu rauðkollar.
Þriðju göturnar lágu svo frá Helluland i
inn að Kárastöðum og Hróarsdal. Á