Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 79

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 79
79 ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI en komið var inn á Lákabyrgisás utan við Beingarð, að Siggi frændi, sem enn var vinnumaður á Ríp, sá að gemling­ arnir þaðan eru að renna upp ásinn austan við Barnatjörnina sem er upp af Beingarði. Þeir voru þá enn á húsi og þurfti nú að fara fyrir þá og reka heim að Ríp. Til þess var enginn laus nema ég og var ég fús fararinnar enda vanur að eltast við fé og hross. En nú sá ég mér leik á borði. Ekki gæti ég hlaupið á eftir fé með pela og túttu í vasanum, vísast væri að hann týndist. Allir sáu að ég hafði lög að mæla og ég losnaði við pelann og hljóp nú léttur í spori fyrir féð og kom með það heim í Ríp um sama leyti og Ármann kom þang­ að með strákana. Á Ríp héldum við svo til í nærri þrjár vikur, þar til fólkið flutti frá Hamri. Áreiðanlega hefur verið þröngt að taka við stórri fjöl­ skyld u í húsrými sem ekki var mikið fyrir. En um slíkt var ekki fengist á þeim árum. Algengt var að tveir svæfu í sama rúmi og hefðu ungling til fóta. Á Ríp Gísli bóndi og Sigurlaug áttu tvo syni: Guðmund, sem var milli tektar og tvítugs, og Valtý, sem var tveim árum yngri en ég. Á hinum helmingi Rípur bjó Þórarinn Jóhannsson, fósturbróðir Gísla, og Ólöf Guðmundsdóttir frá Ási, systir Sigurlaugar. Börn þeirra, sem fædd voru: Ragnheiður 10 ára, Jóhanna 8 ára, Ólafur 6 ára, Gunn­ laug ur 4 ára, Kristín Hulda 3 ára og Þórður ársgamall. Það var því nóg af krökkum á líku reki að leika við og gaman að kynnast verðandi nágrönn­ um. En nú var lífið mér ekki tómur leik­ ur lengur. Margt þurfti að gera á Hamri þó við værum ekki flutt. Moka úr skítahlössum á túninu og vinna á því sem kallað var. Slóðadraga með gaddavírsherfi með torfum á, sem hest ur dró og þurfti að teyma hestinn hring eftir hring til að mylja áburðinn niður í túnið. Síðan þurfti að raka yfir með hrífu eða kláru og var hesturinn með herfinu aftaní teymdur eftir röst­ inni, jafnframt því að henni var rakað undan hallanum, væri halli á túninu. Þetta átti við á sléttu túni, en þar sem þýfi var dugðu ekki þessar aðferðir. Þar var áburðurinn, sem var venjulega sauðatað, „malaður“ í skítakvörn og síðan ausið úr trogi á þúfnakollana. Líka þurfti að stinga upp kartöflu­ garðinn sem var sunnan undir Hamrin­ um og setja niður í hann. Var malað sauðatað í garðinn og dreift áður en hann var stunginn upp. Þá þurfti að stinga taðið út úr fjárhúsunum, bera það til dyra og aka því í hjólbörum út á hólana til þerris. Kljúfa hnausana í mátulegar flögur, 2­3 sm þykkar, og reisa þær upp til þerris. Ég var flesta daga með Sigga frænda við þessi störf, allan eða mestallan daginn. Og vel man ég að á afmælisdaginn minn, 24. maí, var ég allan daginn að bera til dyra í fjárhúsunum á Hamri, daginn sem ég varð 10 ára. Hamar, vorið 1929 Ég ætla að gera tilraun til að rifja upp eftir bestu getu hvernig ég man húsa­ skipun, túnið og umhverfið þetta vor sem við fluttum þangað. Túninu hall­ aði öllu eða mestöllu móti austri og suðaustri. Líklega hefur flatarmál þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.