Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 82

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 82
82 SKAGFIRÐINGABÓK sem entsblöndu virtist einhvern tím­ ann hafa verið klínt yfir. Úr eldhúsinu var innangengt í fjósið sem var sunnan­ undir bænum. Baðstofa, sem var þrjú stafgólf, var svo inn af eldhúsinu. Hún var klædd í loftið með skarsúð, en vegg ir nir með borðvið. Tveir þverbit­ ar voru milli veggjanna. Ekki var lofthæðin meiri en það að meðalmaður þurfti að beygja sig við að ganga undir bitana. Gólfið í tveim innri stafgólfun­ um var klætt með borðvið, en það fremsta var moldargólf. Rúmbálkar voru meðfram veggjunum og gluggar með fjórum litlum rúðum, annar á suður­ en hinn á vesturhlið baðstofunn­ ar. Sem fyrr segir voru veggirnir met­ ers þykkir svo gluggarnir voru því inni í skoti, umluktir þessum þykku kömp um svo sólin skein aldrei inn, nema rétt á meðan hún var í hásuðri eða vestri, og skein beint á gluggann. Norðan við bæinn var dálítill hesthúskofi. Í þessum bæ bjuggum við fyrstu tvö árin, en vorið 1931 byggð i pabbi nýjan bæ úr timbri, sló upp grind sem var einangruð með reiðingstorfi úr mýrunum, klætt með bárujárni að utan, timbur í þil og í hólf og gólf. Þakið klætt með borðviði og tjörupappalagt, síðan þakið með torfi og þar greri gras. Árið eftir kom svo norðari röðin af þessum bæ, sem var með burstum og sund á milli. Þess i bær stóð til 1948 að núverandi steinhús var byggt og var bæði hlýr og þægilegur. Féll hluti hans inn í nýja húsið sem var byggt næstum á sama stað. Af peningshúsum vorið 1929 má fyrst nefna fjárhúsin. Þau stóðu sunn­ an og ofan við bæinn. Þetta voru þrjú samstæð hús með garða og tveim króm hvert og hafa líklega rúmað 40­45 kindur hvert eða 120­140 fjár í allt. Dyrnar sneru í austur undan hallan­ um, en bak við þau var heytóttin. Þá var svokallað „hornhús“ á klöpp sunn­ an og vestan við Hamarinn. Það mun hafa rúmað 25­30 fjár og hafði Helgi afi það fyrir sínar kindur á meðan hann var á Hamri. Neðan við Hamarinn var svo hesthúsið, sem rúmaði 10­20 hross og var reyndar eina byggingin á bæn­ um sem talist gat sæmileg sem slík, húsið nýlega byggt úr torfi og grjóti. Sunnan undir Hamrinum var svo kartöflugarðurinn í dágóðu skjóli fyrir hafgolunni, sem oft var stíf á hlýjum sólardögum. En hann var orðinn gam­ all og arfasæll og þurfti mikla um­ hirðu framan af sumri.Hann var not­ aður fyrstu árin, en fljótlega var farið að brjóta land uppi á Hendilkoti. Í mýrinni neðan við bæinn var hlaðinn u.þ.b. metershár torfgarður þvert yfir til að gera uppistöðulón þegar snjóa leysti og hélst það fram eftir vorinu. Það var vinsælt af öndum sem við höfðum fyrstu árin. Þar spratt þrótt­ mikið stargresi sem var slegið á eftir túninu. Landareignin Hamarsland er ekki ýkja stórt, um kíló metri á breidd, á milli Rípur að norðan og Ketu að sunnan. Hendil­ kotsvatnið er svo á landamerkjum Hamars og Keldudals, meiri hluti þess í Hamarslandi. Blásuðurendi þess er svo í Ketu­ og Eggjarlandi. Norðan og austan við vatnið er svo Hendilkot, sem er trúlega landnámsjörðin, en byggðin síðan flutt í Hamar. Á Hend­ il koti er mikil og góð ræktarmold og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.