Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 85
85
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
rekin þangað og stráð sandi á svellið
þegar það var orðið nægilega traust og
runnu þau eftir sandslóðinni í einni
lest.
Kvaðir á Hamri
Ríp var kirkjustaður sveitarinnar eins
og áður er að vikið. Til þess má vafa
laust rekja það að Rípurey varð engi
prestsetursins eins og var fram á tutt
ugustu öldina. Þegar hér er komið
sögu var Ríp fyrir nokkru hætt að vera
prestsetursjörð en hélt engu að síður
Rípureynni fyrir bændurna, sem 1929
voru tveir: Gísli Jakobsson og Þórarinn
Jóhannsson. Og áfram hélst sú kvöð á
Hamri að leggja Ríp til veg á engið,
þ.e. reiðgötur og heybandsveg þvert
yfir landareignina, og síðast en ekki
síst afnot af torfbrú niður yfir mýrarn
ar ofan á bakka Héraðsvatna og að vaði
á Rípurkvísl, sem var reyndar fyrir
landi Ketu. Þessi torfbrú var þannig
gerð að ristar voru afar þykkar torfur
eða „kekkir“, 8090 sm breiðir, og
þeim síðan hlaðið hverjum ofan á ann
an þar til brúin eða garðurinn var
orðinn um metershár. Þar sem yfir
kíla var að fara varð að leggja steinhell
ur undir garðinn til að treysta undir
stöðuna. Eftir þessum garði gengu svo
hestar, kýr og annar búpeningur sem
leið átti ofan á bakkana og þurfti hann
því stöðugt viðhald allt sumarið. Þessi
vegur hefur líklega verið 150200
metra langur og áttu Rípurbændur að
sjá um tvo þriðju hluta hans, en Hamar
einn þriðja. Á vorin var brúin öll þakin
með nýju torfi og þurfti að endurnýja
það tvisvar til þrisvar á hverju sumri.
En svo kom babb í bátinn. Þegar
Ketu bóndinn vildi girða á merkjum
kom í ljós að þessi brú lá þétt upp að
Hróbjartur og Vilhelmína með börn sín um 1936. Frá vinstri talið: Sigmar, Sigrún,
Haraldur, Þór, Erla Ragna, Jónas. Einkaeign.