Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 88

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 88
88 SKAGFIRÐINGABÓK Miklar hættur voru í kílunum fyrir lömbin fyrstu dagana, því á meðan þau voru nýborin vildu þau elta mæðurnar út í kílana, þar sem þau króknuðu fljótt í köldu vatninu. Þess­ vegna varð að taka mestu kílagálurnar og hafa þær í hólfi uppi á Koti fáeina daga eftir burð, þangað til lömbin voru farin að hafa vit á því að bíða uppi á bökkunum á meðan mæðurnar gösl­ uðu í kílunum, því þá mjólkuðu þær vel og lömbin þeirra urðu fljótt stór og spræk. Það var geysileg vinna sem þessi fjárgeymsla útheimti og má segj a að ég hafi verið vakinn og sofinn yfir henni allt vorið frá byrjun sauðburðar og þar til féð var rekið á fjall, sem oft­ ast var um mánaðamótin júní­júlí. Þá var búið að marka lömbin og rýja hverja kind. Upp úr því hófst túna­ slátturinn. Skólaganga Haustið 1929 varð ég skólaskyldur eins og allir tíu ára krakkar. Við vor­ um fjögur sem þá byrjuðum í skólan­ um. Það voru Ragnheiður á Ríp, Guðjón Einarsson í Ási, Ásgrímur Eðvald Magnússon í Rein og ég. Af eldri krökkum sem þá voru fyrir og áttu að fermast, voru Sigurjón í Hróarsdal, Sigurgeir Jóhannesson í Keldudal og Guðmundur Einarsson í Ási. Yngri en þeir voru: Sigurpáll Árna son Ketu, Hafsteinn Sigurðsson Beingarði og Magnús H. Gíslason Ey­ hildarholti. Kennari var Magnús Bjarn a son frá Sauðárkróki og var hann kennari minn fyrstu þrjú árin af þess­ um námsferli í barnaskóla. Þetta var farskóli, þ.e. kennt var hálfan mánuð á hverjum bæ, en síðan fluttist skólinn á annan bæ í sveitinni. Á þessum árum var kennt í Ási, Ríp, Ketu og Eyhild­ arholti. Það var nú stutt fyrir mig að ganga suður í Ketu og ofan í Ríp, en mun lengra út í Ás og fram í Holt, nema þegar skautafæri var, þá var það leikur einn. Það kom fyrir að við lent­ um í slæmu veðri (stórhríðum) og vor­ um við þá sótt af einhverjum fullorðn­ um. Ég kunni fljótt vel við mig í skólan­ um því mér var námið leikur einn og þurfti lítið fyrir því að hafa. Okkur var sett fyrir það sem læra átti í hverju fagi til að skila næsta dag. Fögin voru kristinfræði (biblíusögur), Íslandssaga Jónasar frá Hriflu, náttúrufræði Bjarn a Sæmundssonar og Landafræði eftir Steingrím Arason að mig minnir. All­ ar þessar námsgreinar las ég og lærði eins og páfagaukur. Eftir að ég kom heim úr skólanum síðdegis og hafði matast og hvílt mig svolítið, tók ég viðkomandi bók og las 3­4 sinnum það sem sett var fyrir. Ég man að í fyrstu truflaðist ég dálítið af systkin­ um mínum sem voru að leika sér í baðstofunni allt í kring um mig, því ekki var í önnur hús að venda. En furðufljótt komst ég upp á lag með að láta ekkert trufla mig af umhverfinu, en einbeitti mér að náminu. Ég hafði þann hátt á að lesa viðkomandi efni nokkrum sinnum yfir í hljóði og loka svo bókinni og hlýða sjálfum mér yfir í huganum. Ef mér fannst mig reka í vörðurnar þá opnaði ég bókina og las viðkomandi kafla þar til ég þóttist kunna hann sæmilega. Og á morgnana las ég ævinlega yfir það sem ég átti að skila þann daginn. Þá gat ég þulið þetta nokkurnveginn orðrétt hjá kenn­ aranum þegar komið var í skólann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.