Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 89

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 89
89 ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI Sama gilti um kvæði sem okkur var sett fyrir að læra. Og vel man ég eftir að eitt sinn voru elstu krakkarnir að læra Gunnarshólma Jónasar og skiptu kvæðinu niður í 3­4 búta, sem þau skiluðu á jafnmörgum dögum. Allir voru í sama bekk og hlýddu á þegar hinum var hlýtt yfir. Þegar þau höfðu lokið við að skila kvæðinu og ég hlýtt á, þá fann ég að ég kunni heilmikið í því og tók mig svo til um kvöldið og las það nokkrum sinnum og hlýddi mér yfir. Las það síðan yfir um morguninn og bað kennarann að hlýða mér yfir það. Romsaði ég síðan öllum Gunnarshólma upp úr mér án þess að stansa. Sama gilti um reikning sem ég lærði í barnaskólanum, hann lá alveg opinn fyrir mér. Stíl­ og réttritunarkennsla fór mikið fram með því að láta okkur skrifa „end ursagnir“. Þá las kennarinn fyrir okkur dálítinn sögukafla eða eitthvað ámóta 2­3 sinnum og síðan áttum við að endursegja þetta eftir minni. Síðan fór hann yfir „endursögnina“ daginn eftir og hafði þá leiðrétt stafsetningar­ villur. Stundum vorum við látin skrifa eitthvað frumsamið í tímum. Þá voru líka lestrartímar þar sem allir voru látn ir lesa upphátt. Í frítímum var oft farið í „eyjuleik“ (stórfiskaleik). Þá voru 2­3 „eyjur“ sem hlaupið var á milli. Fyrst var einn „úti“, þ.e. „stórfiskurinn“, og átti hann að ná þeim sem hlupu milli eyj­ anna, slá í þá og segja „klukk“ og voru þeir þar með komnir í hans lið. Þann­ ig var haldið áfram þar til allir höfðu náðst og voru þannig orðnir stórfiskar. Svo var líka hlaupið í „skarðið“ og farið í „yfir“ þar sem hús til þess voru fyrir hendi eins og kirkjan á Ríp og neðra húsið í Ási. Svo var feluleikur og pantleikur og „fuglaleikur“. Þá gerðu „fuglarnir“ sér hreiður á góðum stað eftir tegund, valir, hrafnar og smyrlar í klöppum, en lóur og spóar í móum og melum, stelkir og hrossagaukar í mýrum o.s.frv. Svo voru aðrir sem áttu að reyna að finna „eggin“ sem oftast voru lambaspörð eða hrossataðsköggl­ ar. Yfirleitt kom okkur mjög vel sam­ an og sjaldan kastaðist í kekki og lagaðist fljótt ef svo var. Svo leið að sumarmálum og þá voru vorpróf og skólaslit. Þá saknaði ég mikið þessara glaðværu leikfélaga og leiddist hálfpartinn fyrstu dagana. Síðan komu vorannir og þá var nóg að sýsla. Síðasta veturinn minn í barna­ skóla var nýr kennari, kona. Hún hét Júdit Jónbjörnsdóttir og var að sumu leyti með önnur tök á kennslunni. Hún lét okkur byrja daginn með söng og hún lét okkur teikna einn tíma í viku og var það mjög vinsælt. Nú var komið að því að ég tæki fullnaðarpróf frá skólanum og síðan hófst undir­ búningur fyrir fermingu. Vegavinna Vorið 1929 var sveitavegurinn kom­ inn fram í Vatnskot eins og ég hef áður greint frá. Um sumarið var þess­ ari vegagerð haldið áfram og mun hafa komist framundir afleggjarann heim að Ríp um haustið. Vorið 1930 var hafist handa á ný og líklega um far­ daga leytið var vegavinnuflokkurinn kominn að landamerkjum Rípur og Hamars. Öll sveitin var í sjöunda himni með þessar vegabætur og var vinnuflokknum fagnað með veislu frá hverjum bæ þegar hann kom inn í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.