Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 97
97
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
ásetti mér að gera þeim einhvern grikk
fyrir tiltækið. Á borðinu stóð tóm
kaffikanna úr áli, líklega fyrsta áhaldið
úr því efni sem ég hefi séð. Hún var
með heljarmiklum stút. Tók ég nú
könnuna og fór að blása í stútinn og
hafa smá rifu með lokinu. Ég fann að
þannig gæti ég framleitt hljóð sem var
nauðalíkt nautsöskri. Lagði ég nú af
stað á móti strákunum og var rétt
kominn upp fyrir túnið þegar ég
mætt i Jónasi. Var hann að flýta sér
heim til að sækja poka, því þeir höfðu
bara farið með tvo poka og var of
þungt í þeim. Eftir að hafa skammað
Jónas mátulega, féllst hann á að taka
þátt í að hræða þá Halla og Ingimund
eftirminnilega. Þegar við komum upp
á Hendilkotið sáum við til þeirra rog
andi með pokana. Ég fór nú inn í rétt
sem var þarna en Jónas á móti þeim. Í
því þeir mætast blæs ég í könnuna af
öllu afli og um leið og þeir heyra það
segir Jónas: „Nautið!!!“ Er skemmst
frá að segja að fyrst urðu þeir Halli og
Ingimundur stjarfir af hræðslu og
síðan „láku“ pokarnir niður af þeim
um leið og þeir tóku sprettinn og voru
horfnir heim í Hamar á augabragði, án
þess að taka eftir því að Jónas fylgdi
þeim ekki eftir. Við stóðum eftir og
engdumst af hlátri. En fyrr en varði
birtust þeir aftur. Var annar með
stóran broddstaf en hinn með þríálma
heykvísl, því þeir ætluðu að bjarga
Jón asi og töldu víst að boli hefði náð í
hann. Var nú öllum létt fyrst þetta
hafði ekki verið neitt verra en hrekk
ur. En þessi ótti við bola var síður en
svo ástæðulaus, því hann átti eftir að
brjótast úr girðingunni a.m.k. tvisvar,
og í seinna sinnið var hann mjög illur
viðureignar. Var hann þá loks tekinn
inn, enda áliðið sumars, farið að
dimm a nótt og þá var talið að vonskan
ykist um allan helming. Upp úr þessu
var bola slátrað, enda kominn til ára
sinna.
Silungsveiði
Austan við Hólmann féllu næstum öll
Austurvötnin í einum stokk. Norðar
lega í Hólmanum voru tveir lagnar
garðar úr grjóti sem þangað hafði verið
flutt á ísasleðum að vetrinum. Sköpuðu
þeir dálitla lygnu og var gott að leggja
netin út og fram af þeim. Netin voru
ekki lengri en 34 metrar, en samt
veiddist vel í þau á næstum öllum
tím um frá því að Vötnin ruddu sig á
vorin og fram á haust að þau lagði.
Undanskilinn er þá sá tími sem mikið
flóð var í Vötnunum, eins og í vorleys
ingum, og eins á sumrin í miklum
hit um þegar mikil bráðnun var í
Hofsjökli. Þá fylltust netin af slýi og
allskyns drasli. Yfirleitt var látið
nægj a að vitja um netin að morgni,
nema meðan á engjaheyskap stóð, því
þá var maður á næstu grösum og
fylgd ist með ef eitthvað kom í þau.
Ljósnálin (sjóbleikjan) byrjaði að
veiðast um það bil í sláttarbyrjun eða
þegar fór að sjatna í Vötnunum eftir
vorflóðin, en það fór mest eftir tíðar
fari og hitastigi. Oftast voru einn eða
tveir fiskar í hvoru neti að morgninum
svo venjulega var nægur silungur í
matinn yfir veiðitímann og stundum
það mikill að hann var saltaður niður í
stamp eða kollu eða þá reyktur. Á
haustin, upp úr höfuðdegi, fór „feiti
urriðinn“ að veiðast og fengust þá
stundum 5–6 silungar á dag þegar
hann gekk sem örast. Veiðin gat hald