Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 98

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 98
98 SKAGFIRÐINGABÓK ist fram að því að Vötnin lagði, en ís­ rek hamlaði strax og fór að frjósa. Rek­ netaveiði byrjuðum við ekki að stunda að ráði fyrr en vorið 1940, en þá var pabbi búinn að smíða nýjan pramma og koma upp rekneti. Með þessum tækjum veiddum við oft mikið og fórum þá allir þrír bræðurnir langt fram í Vötn, jafnvel fram á miðj a Borg arey og létum svo reka niður að Hólm a eða létum reka niður Bein­ garðsstokk og niður undir Ástagl. Þetta voru oft svaðilfarir og ekki allar ferðir til fjár. Strax og ísa leysti var hægt að láta reka, meira að segja í svartasta skammdeginu. Þannig hef ég veitt silung í Héraðsvötnum í öll­ um mánuðum ársins. Vorflóð í Héraðsvötnum Eftir að Vötnin ruddu sig var oft lítið í þeim meðan svalt var í veðri. En strax og hlýnaði óx í þeim, einkum eftir mikinn snjóavetur. Mesta flóð sem ég varð vitni að var vorið 1934, sem var mjög hlýtt eftir mikinn snjóavetur. Þá flæddi yfir allt Eylendið nema hæstu gíga á bökkunum og Eylendið var allt eins og fjörður yfir að líta. Mýrarnar voru á kafi og varð að forða öllum skepnum úr þeim. Brúin niður mýr­ arn ar fór illa, því þessi tvö eða þrjú ræsi sem á henni voru, þar sem voru keldur og kílar, höfðu ekki undan að flytja allan þennan vatnsflaum. Þetta flóð stóð að mig minnir í heila viku og þegar það sjatnaði var þykkt lag af leðju langt upp í mýrar og sandskaflar á Vatnabökkunum. Þetta mikla flóð var orsök þeirrar miklu gras sprett u sem þá var um allar mýrarnar og öll engi, en heyskapur gekk illa vegna óþurrka um sumarið. Allmikið flóð varð svo líka 1936 og aftur 1939, þeg­ ar mikil hlýindi gerði í júní og hélst reyndar allt sumarið. Það skipti miklu máli fyrir grasvöxt að ná vorflóði inn á þess ar flæðiengjar. Í því augnamiði voru grafnir skurðir í bakkann á suðurenda [Land]hólmans til að fylla hann. Og á haustin þurfti að hlaða vel fyrir útrennslisskurðinn í norðurenda hans til að safna á hann vetrarflóði. Tækist svo að ná inn á hann vorflóði líka, þá brást ekki spretta. Breytingatímar Vorið 1935 breyttist margt á Hamri. Um miðjan maí fluttist Siggi frændi alfarinn þaðan með allt sitt og settist að hjá systkinunum, Magnúsi og Sig­ ur björgu í Utanverðunesi. Einhverra hluta vegna samdi þeim ekki pabba og frænda og varð að ráði að hann seldi Helgi afi (Helgi Pétursson). Einkaeign.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.