Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 100

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 100
100 SKAGFIRÐINGABÓK þangað. Gamlir öskuhólar fóru sömu leið. Um haustið kom Sæmundur bróðir pabba frá Brekkum og hjálpaði okkur við ýmislegt sem gera þurfti, m.a. að leggja vatnsleiðslu heim í bæ og fjós úr brunni sem grafinn var ofan við túnið í dálitlum mýrarbolla. Þetta voru auðvitað mikil þægindi og létti á vatnsburði, en gallinn var sá að þetta var ekki gott neysluvatn því það var með járnbrá. Og nú var búið að koma upp vatnssalerni. Þetta haust byrjaði skólinn hjá okkur því þeir bræður, Jón as og Halli, voru nú skólaskyldir og systurnar að byrja skólagöngu. Viðburðaríkt sumar Eftir snjóþungan vetur viðraði vel vorið 1936. Allmiklar framkvæmdir stóðu fyrir dyrum þetta vor. Pabbi byggði hlöðu við fjósið. Reist var timb urgrind og klætt síðan með báru­ járni. Í þessari hlöðu geymdist heyið vel, en nokkuð var erfitt að fylla hana, því hún var lítið niðurgrafin og öll á hæðina. Mikið var unnið af flögum uppi á Koti og sáð í þau grasfræi og svo var gerð tilraun með byggrækt. Því var sáð í 1/3 ha. Þroskaðist það all­ vel en nokkuð seint. Þetta sumar kom líka ný hestasláttuvél sem kom sér vel við heyskapinn. Engjar spruttu líka ágætlega. Sæmundur frændi var hjá okkur mikinn hluta sumars, enda margt að sýsla. Túnasláttur gekk vel og engjasláttur líka fram um lok hund a daga. Þá tók við mikill þurrk­ leysiskafli, ekki beint rigningar, en sífelldur dumbungur og þokubrælur. Náðist lítið upp af heyi. Áttum við mikið í flekkjum og görðum og tals­ vert í sátum í flánni, sem ekki var þurrkvöllur fyrir fyrr en flekkirnir næðust upp. Leið svo fram um miðjan september. Að morgni dags 15. sept­ ember var kominn allhvass sunnan­ vindur, hlýr og rífandi þurrkur. Nú var rokið til og farið að snúa flekkjum og velta við görðum. Þessi þurrkflæsa hélst allt til kvölds og náðum við upp allmiklu heyi af því sem flatt var. Sætt um við þetta í 3­4 hestasæti (bólstr a) eða af þeirri stærð að hægt væri að nota venjulegt reipi til „að setja á“ bólsturinn. Bundum við þá töglin saman og lögðum böndin sitt hvorum megin við sætismæninn. Stung um síðan væna hnausa og sett­ um sinn í hvorn enda reipisins. Þetta var oft gert, einkum síðla sumars þeg­ ar allra veðra var von. Líklega höfum við náð upp 10­12 bólstrum af þessari stærð, en allmikið var eftir í flekkjum sem ekki náðist að taka saman eða var illa þurrt. Við ókum á þurrt um 20 sleðum af starheyi sem var í sátum niðri í flánni, en ekki vannst tími til að dreifa því um kvöldið. Undir rökkur snerist í norðan þokusúld og var þá haldið heimleiðis. Þetta hafði verið góður dagur og við hugðum gott til morgundagsins þegar gengið var til náða. En ekki varði sú hvíldarstund lengi. Um óttubil vakn­ aði ég við að mér fannst bærinn hristast og í svefnrofunum heyrði ég að komið var ofsaveður. Þegar ég leit út um suðurgluggann var brúnamyrk ur en ég sá að „lýsti undir“ í suðrinu og yfir öllu framhéraðinu bar þessa ginu við fjallatoppana (gina = rof í lofti, rof í skýjaþykkni). Í sama bili vaknaði Sæmundur og sá og heyrði hvað um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.