Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 100
100
SKAGFIRÐINGABÓK
þangað. Gamlir öskuhólar fóru sömu
leið.
Um haustið kom Sæmundur bróðir
pabba frá Brekkum og hjálpaði okkur
við ýmislegt sem gera þurfti, m.a. að
leggja vatnsleiðslu heim í bæ og fjós
úr brunni sem grafinn var ofan við
túnið í dálitlum mýrarbolla. Þetta
voru auðvitað mikil þægindi og létti á
vatnsburði, en gallinn var sá að þetta
var ekki gott neysluvatn því það var
með járnbrá. Og nú var búið að koma
upp vatnssalerni. Þetta haust byrjaði
skólinn hjá okkur því þeir bræður,
Jón as og Halli, voru nú skólaskyldir
og systurnar að byrja skólagöngu.
Viðburðaríkt sumar
Eftir snjóþungan vetur viðraði vel
vorið 1936. Allmiklar framkvæmdir
stóðu fyrir dyrum þetta vor. Pabbi
byggði hlöðu við fjósið. Reist var
timb urgrind og klætt síðan með báru
járni. Í þessari hlöðu geymdist heyið
vel, en nokkuð var erfitt að fylla hana,
því hún var lítið niðurgrafin og öll á
hæðina. Mikið var unnið af flögum
uppi á Koti og sáð í þau grasfræi og
svo var gerð tilraun með byggrækt.
Því var sáð í 1/3 ha. Þroskaðist það all
vel en nokkuð seint. Þetta sumar kom
líka ný hestasláttuvél sem kom sér vel
við heyskapinn. Engjar spruttu líka
ágætlega. Sæmundur frændi var hjá
okkur mikinn hluta sumars, enda
margt að sýsla. Túnasláttur gekk vel
og engjasláttur líka fram um lok
hund a daga. Þá tók við mikill þurrk
leysiskafli, ekki beint rigningar, en
sífelldur dumbungur og þokubrælur.
Náðist lítið upp af heyi. Áttum við
mikið í flekkjum og görðum og tals
vert í sátum í flánni, sem ekki var
þurrkvöllur fyrir fyrr en flekkirnir
næðust upp. Leið svo fram um miðjan
september. Að morgni dags 15. sept
ember var kominn allhvass sunnan
vindur, hlýr og rífandi þurrkur. Nú
var rokið til og farið að snúa flekkjum
og velta við görðum. Þessi þurrkflæsa
hélst allt til kvölds og náðum við upp
allmiklu heyi af því sem flatt var.
Sætt um við þetta í 34 hestasæti
(bólstr a) eða af þeirri stærð að hægt
væri að nota venjulegt reipi til „að
setja á“ bólsturinn. Bundum við þá
töglin saman og lögðum böndin sitt
hvorum megin við sætismæninn.
Stung um síðan væna hnausa og sett
um sinn í hvorn enda reipisins. Þetta
var oft gert, einkum síðla sumars þeg
ar allra veðra var von. Líklega höfum
við náð upp 1012 bólstrum af þessari
stærð, en allmikið var eftir í flekkjum
sem ekki náðist að taka saman eða var
illa þurrt. Við ókum á þurrt um 20
sleðum af starheyi sem var í sátum
niðri í flánni, en ekki vannst tími til
að dreifa því um kvöldið.
Undir rökkur snerist í norðan
þokusúld og var þá haldið heimleiðis.
Þetta hafði verið góður dagur og við
hugðum gott til morgundagsins þegar
gengið var til náða. En ekki varði sú
hvíldarstund lengi. Um óttubil vakn
aði ég við að mér fannst bærinn hristast
og í svefnrofunum heyrði ég að komið
var ofsaveður. Þegar ég leit út um
suðurgluggann var brúnamyrk ur en
ég sá að „lýsti undir“ í suðrinu og yfir
öllu framhéraðinu bar þessa ginu við
fjallatoppana (gina = rof í lofti, rof í
skýjaþykkni). Í sama bili vaknaði
Sæmundur og sá og heyrði hvað um