Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 101

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 101
101 ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI var að vera. Við vissum strax að það hey sem var flatt væri komið út í „veður og vind“, en um heysætin sem við settum á reipi og sig væri kannski einhver von. Við réðum ráðum okkar og ákváðum að reyna a.m.k. að brjót­ ast ofaneftir og sjá hvernig heysætun­ um reiddi af. Tókum við með okkur skóflu til að stinga hnausa á heysætin. Ekki fundum við hestana, en þeim var sleppt í mýrinni sunnan og neðan við túnið því þeir höfðu reynt að koma sér einhvers staðar í höm. Við brutumst áfram þó við réðum okkur varla. Þeg ar við komum að Sandinum, smá lænu sem skilur Hólmann frá fastalandinu, var vatnið í honum vel í hné en var annars á þessum tíma rétt í ökla, því rokið magnaði upp stórar öld ur á kvísl inni og hrakti þær upp á Sand­ inn. Þegar við komum þar sem bólstrar nir áttu að vera, voru sumir þeirra horfnir en af öðrum voru eftir smábeðjur, en efri hluti sætisins var þar nokkru fjær og hékk í reipunum, með hnausana í báðum endum. Veðrið hafði skollið á þeim og skipt þeim í sundur, sennilega í fyrstu hrinunni og barið síðan niður. En fimm eða sex sæti höfðu staðist þetta og á þau stung­ um við þykka og breiða hnausa sem við röðuðum á mæninn. Þar sem hey­ flekkirnir voru sást nú vart strá eftir, og þar sem höfðu verið 20 sleðar af blautri stör, var sama sagan. Hér var þýðingarlaust að dvelja lengur í roki og myrkri og snerum við heim við svo búið. Undir hádegi snerist vindur heldur til vesturs og fór þá aðeins að lægja. Þá var ekki til setu boðið. Nú skyldi reynt að krafla eitthvað saman af því sem lam ist hafði niður í skjóli, en svo hagaði til, einkum á norðvesturbakka Hólmans, að þar voru óslegnir rindar með hrossanál og dokkir á milli norðan við þurrkvöllinn. Þarna gátum við kraflað heilmikið upp sem við ýmist bundum í bagga eða settum í sæti og tyrfðum niður. Og á austurbakkanum, þar sem starardyngjurnar höfðu verið, kom í ljós að slatti af þeim hafði lent í kíldragi eða dokk ofan við bakkann. Það var kraflað upp úr vatninu og breitt aftur til þerris. Í Vötnunum sjálfum gafst á að líta. Þau voru þykk af heyi á reki og um allar eyrar voru þykkar flóðrastir. Talið er fullvíst að í þessu aftakaveðri hafi fokið fleiri hundr uð eða þúsund hestburðir af heyi á Skagafjarðareylendinu, sem og um allt land. Í þessu veðri fórst franska hafrannsóknaskipið Pourquoi­Pas? við Mýrar (16. september 1936) og öll áhöfnin drukknaði, utan einn maður sem bjargaðist á yfirnáttúrlegan hátt. Við vorum búnir að slá og binda í bindi og reisa upp í hrauka meirihlut­ ann af bygginu á Kotinu. En það sem óslegið var fór illa. Það þreskti storm­ urinn niður í moldina svo að hálm­ urinn var einn eftir. Við reyndum að tína eða sópa dálitlu upp handa hænsn­ unum, en það var nú minnst af því sem náðist. Og þar hef ég séð mestan músagang um haustið og fram eftir vetri. Það var eins og allur músafans­ inn í Nesinu hefði mælt sér þar mót. Hamarsland girt Mæðiveikin, eða Deildartunguveik in eins og hún var líka kölluð, breiddist út á árunum upp úr 1930 og varð hin versta plága. Reynt var að stöðva hana með varnarlínu við Blönd u en það tókst ekki. Nú var ákveðið að koma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.