Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 102

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 102
102 SKAGFIRÐINGABÓK upp varnarlínu við Héraðsvötn eystri í Nesinu. Því var það líklega haustið 1936, að girt var meðfram Vötnunum utan af Garðssandi og alla leið fram til heiða. Línunni var skipt niður í svæði sem varðmaður skyldi fara meðfram tvisvar á sólahring. Sigurður bóndi í Stokkhólma var varðmaður á svæðinu utan frá sjó og fram á Borgarey og fór hann með tvo til reiðar kvölds og morgn a eins og tilskilið var frá vordögum og fram á haust, að fé var tekið á gjöf. Þessi girðing var mjög öflug, með 5 eða 6 gaddavírsstrengjum og þétt stauruð. Um Hamarsland lá hún eftir Vatnabökkunum og sums staðar nokkuð frá þeim svo Hólminn og bakkarnir neðan hennar voru friðaðir fyrir allri beit nema hrossum sem voru höfð þar á haustin. Vorið 1938 réðumst við í að girða allt Hamarsland frá „pestargirðing­ unn i“ á Rípurmerkjum og allt upp að vegi. Þaðan var svo girt meðfram veg­ in um beggja vegna og heim í tún­ girðingu sem var gerð fyrstu árin okk­ ar á Hamri. Síðan var girt ofan vegar milli Rípur og Hamars allt upp á norðurenda Þóreyjarborgar og síðan milli Hamars og Keldudals suður í Hendilkotsvatn. Á Ketumerkjum voru svo Bollarnir girtir, en túngirðingin lá á merkjum niður á Háuklöpp. Þaðan var svo girt á Ketu merkjum niður í pestargirðinguna við Rípurkvísl. Þetta var mikil vinna og í mýrunum urðum við að bera girðingarefnið, vír og staura, yfir kíla og keldur sem ekki héldu hesti. Þetta vor var bæði þurrt og kalt og greri seint og slægjur með rýrara móti. Fengum við talsvert engja stykki á Rípurey til slægna sem Þóri [Þórarinn Jóhannsson] þurfti ekki að nota. Settum við það hey þar saman og ókum því heim þegar kom­ inn var hestís á Vötnin. Eitthvað seldum við af heyi til Siglufjarðar um veturinn eins og gert var veturinn áður, því sum arið 1937 var gott hey­ skaparsumar. Útvarp Reykjavík Það hefur líklega verið í vetrarbyrjun 1933 eða 1934 sem pabbi kom með útvarpsviðtæki ásamt öllu því sem til þurfti. Hafist var handa við að koma fyrir mikilli stöng fyrir loftnetið á klöpp inni norð vestan við bæinn, þvert á stefnu út sendingargeislans frá Reykja vík. Sjálft loftnetið var marg­ þættur koparvír sem var einangraður frá stönginni með postulíns eggkeðju. Sami útbúnaður var á stöng heima á bæjarþili en hún var veigaminni. Frá loftnetinu var leiðsla sem tekin var gegnum pípu í gluggapóstinum og tengdist þar „hníf“ sem hafði tvo snerti fleti. Annar þeirra lá að sjálfu viðtækinu en hinn var tengdur við stórt koparstykki sem grafið var í jörð ásamt brúsa fylltum af vatni. Sú teng­ ing var yfirleitt höfð þeg ar viðtækið var ekki í gangi og ævinlega ef hætta var á þrumuveðri. Mig minnir að þetta viðtæki væri af Marcony­gerð, tals­ verður kassi og því fylgdi hátalari úr „tuskuefni“. Tvenns konar rafhlöður þurfti að nota: Þurr­rafhlaðan var tals­ verður kubbur sem stóð á HT+ og HT­, sýrugeymirinn var einnig með tvo „póla“, plús og mín us. Þennan sýrugeymi þurfti að hlaða regl u lega og það var gert í frystihúsi Kaupfé­ lagsins. Tók það a.m.k. sólarhring svo þess vegna varð að hafa þá tvo ef maður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.