Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 109
109
SR. BJÖRN JÓNSSON, AKRANESI
HÓGLÁTUR SNILLDARMAÐUR
Þættir úr lífi og starfi Eggerts Jóhannssonar
frá Vindheimum, fyrrverandi ritstjóra í Vesturheimi
____________
Stór hópur Íslendinga tók þá örlaga
ríku ákvörðun á síðustu áratugum 19.
aldar að kveðja ættjörð sína fyrir fullt
og allt og hefja nýtt líf á fjarlægum og
framandi slóðum. Um miðja öldina
var nokkur óvissa um hvert halda
skyld i. Brasilía var þá ýmsum ofarlega
í huga, en lítið varð þó úr landnámi
þar.
Upp úr 1870 fóru margir að horfa til
NorðurAmeríku og varð það úr, að
flestir lögðu leið sína til Kanada. Fyrsti
stóri hópurinn fór árið 1876, flestir til
hinnar nýstofnuðu Íslendinganýlendu
í Manitoba, sem hafði hlotið nafnið
NýjaÍsland. Fjölmennastir í þeim
hóp i, sem alls var 1.190 samkvæmt
vesturfaraskrá, voru NorðMýlingar,
297 manns, en Skagfirðingar litlu
færr i eða 253 alls. Það lætur því að lík
um að mikil blóðtaka var úr þessum
tveimur sýslum, ekki síst þegar haft er
í huga, að þarna var að langmestu leyti
um að ræða fólk á besta aldri sem tók
sig upp ásamt börnum sínum.
Þegar ég í huganum horfi yfir hinn
fjölmenna hóp Skagfirðinga, sem
þarn a er að kveðja kæra heimabyggð,
„fjörðinn fríða“, langflestir í hinsta
sinn, þá verður mér sérstaklega star
sýnt á unglingspilt, sem þarna var,
ásamt foreldrum sínum og systkinum,
að halda á vit hins óþekkta sem í
vænd um var. Hann heitir Eggert Jó
hannsson frá Steinsstöðum í Tungu
sveit. Hann er elstur fimm systkina, á
16. ári, þegar hér er komið sögu. Yngr i
eru Arnfríður, Jóhannes, Árni og
Hólm fríður Rósa. Foreldrar þeirra eru
hjónin Jóhann Jóhannsson og Arn
fríður Jóhannesdóttir, bæði Skag
firðingar og náskyld (Skagfirskar ævi
skrár 1850–1890 II). Einn bræðranna,
Jóhannes, andaðist bóluveturinn 1876,
hin komust öll til fullorðinsára.
Fjölskyldan sigldi frá Sauðárkróki
með útflutningsskipinu Veróna um
mánaðamótin júlíágúst. Jafnskjótt og
komið var á land í Kanada var haldið
til NýjaÍslands. Þá um haustið settist
fjölskyldan að við Íslendingafljót suð
vestur af Riverton, og nefndi Jóhann
bæ sinn Vindheima eftir fæðingarstað
sínum í Skagafirði. Fyrsti veturinn,
sem fjölskyldan átti í þessum nýju
heimkynnum, var hinn svonefndi bólu