Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 111
111
HÓGLÁTUR SNILLDARMAÐUR
vinn a hjá þeim. Hann minntist þeirra
jafnan með hlýjum huga og innilegu
þakk læti.
Þannig fékk Eggert snemma góða
undirstöðu í enskri tungu og traustan
grundvöll í enskum bókmenntum.
Hann var mikill lestrarhestur, flug
gáfaður og fróðleiksfús og tókst með
óbilandi viljastyrk við sjálfsnám að
afla sér þeirrar þekkingar og kunnáttu,
sem skólar hafa upp á að bjóða. Þá
hafði Eggert líka snemma fengið góða
undirstöðu í íslenskum fræðum. Þá
undirstöðu fékk hann hér heima á Ís
landi, í foreldrahúsum. Faðir hans var
mætur maður og mikils virtur í sinni
sveit, prýðisvel skýr og gjörhugull.
Móðir hans var sögð stórgáfuð kona og
sérstaklega bókhneigð. Bæði lögðu
þau allan sinn metnað í að börn þeirra
yrðu sem best upplýst og veittu þeim
alla þá fræðslu í heimahúsum, sem
kost ur var á. Enda ritaði Eggert
snemm a góða íslensku, var vel heima í
íslenskum bókmenntum og skrifaði
ágæta rithönd. Skáldmæltur var hann,
þótt ávallt léti hann lítt á þeim hæfi
leikum bera.
Veturinn 1882–1883 var atvinna
stopul í Winnipeg. Þann tíma nýtti
Eggert vel við lestur góðra bóka. Las
hann jöfnum höndum skáldsögur,
leik rit og ljóð. Var þá ekki valið af
verri endanum, Dickens, Shakespeare
og Byron, svo nokkuð sé nefnt. Sjálfur
fékkst Eggert eitthvað við leik ritagerð,
einn og í félagi við annan. Ekki var
neitt af því tekið til sýningar nema eitt
leikrit, sem hann samdi í félagi við
Sigurbjörn Stefánsson. Var það sett á
svið í samkomuhúsi Framfarafélagsins
í Winnipeg. Þennan vetur voru sýndir
nokkrir sjónleikir í leikhúsum í
Winni peg. Þangað lagði Eggert gjarn
an leið sína og hafði mikla unun af.
Árið 1883 hófst útgáfa fyrsta ís
lenska blaðsins, sem gefið var út í
Winnipeg. Var það vikublað og hlaut
nafnið Leifur, vafalaust nefnt eftir Leifi
heppna Eiríkssyni, sem forðum fann
Vínland hið góða. Ritstjóri Leifs og
útgefandi var Helgi Jónsson, aust
firskrar ættar, lítt skólagenginn, stirð
ur á ritað mál, en fullur bjartsýni og
viljastyrks, sannfærður um að fyrir
tækið mundi heppnast. Aðstoðarmenn
hans voru Stefán Pálsson apótekari af
Fljótsdalshéraði, en sunnlenskra ætta,
og Jón Vigfússon Dalmann frá Kleif í
Fljótsdal, sem var prentari, en hafði,
þegar útgáfan hófst, lítt lært til verka
á þeim vettvangi. Það má því ljóst
vera, að Leifi var af vanefnum ýtt úr
vör.
Helgi Jónsson ritstjóri, Winnipeg.
Eig.: Nelson Gerrard.