Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 112

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 112
112 SKAGFIRÐINGABÓK Þennan sama atvinnuleysisvetur 1882–1883 þýddi Eggert fallega ensk a smásögu á íslensku. Segja má, að þessi þýðing hafi orðið örlagavaldur í lífi hans. Hann sýndi hana nokkrum vinum sínum, þar á meðal áðurnefnd­ um Stefáni Pálssyni, aðstoðarmanni Helga Jónssonar. Í þeim tilgangi lagði hann leið sína einn góðan veðurdag upp á skrifstofu Leifs. Þar kynntist hann Helga Jónssyni og eftir þá sam­ fundi hafði Stefán orð á því við Helga, að þarna væri maður, sem hann ætti að fá sér til aðstoðar við blaðið. Það varð úr, að um haustið hóf Eggert störf við útgáfu Leifs. Það mun nokkurn veginn víst, að blaðamennska var ekki ofarlega á óska­ lista Eggerts hvað framtíðarstarf snert i. Þetta staðhæfir sr. Friðrik Berg­ mann: „Þegar það nú atvikaðist svo, að hann [Eggert] fór að eiga við rit­ störf í sambandi við íslenskt blað, drengur aðeins tvítugur, var það öld­ ungis ekki vegna þess, að hann áliti sig til þess færan, heldur lét hann aðeins tilleiðast af því ekki var á öðrum völ. Hann vissi, að Helgi Jónsson hafði ráðist í blaðfyrirtæki sitt af góðum vilja, en veikum mætti, og hefir því álitið vel gjört að hjálpa honum það sem hann mátti, úr því út í það var komið. Eitt er víst og það er, að hann leitaðist við að leysa ætlunarverk sitt eins vel af hendi og hann framast mátt i, enda mundi fáum jafnöldrum hans [hafa] það betur farist, þeim er ekki stóðu honum betur að vígi. Við æfinguna fór honum fram, svo að smám saman tókst honum fyrir eftir­ tekt og aðgætni að rita gallalítið mál. Hvort heldur það voru fréttagreinir eða annað, sem hann ritaði, var vand­ virkni þar ávallt auðsæ og samvisku­ semi. Í fréttavali sýndi hann smekk­ vísi meiri en margur annar og gætir þar ritstjóra hæfileikanna eigi síður en í því, sem meira virðist í spunnið.“ Brátt fór svo, að ritstjórn Leifs var að mestu leyti í höndum Eggerts. Helga var ljóst hve miklum hæfileikum þessi ungi maður var gæddur og treysti hon um fullkomlega, jafnvel betur en sjálfum sér. Hann ritaði allar fréttir sem í blaðið fóru, og ritstjórnargrein­ arnar las hann einnig yfir og bjó þær undir prentun. En Helgi vildi þó sjálf­ ur skrifa þær að stofninum til. Hann flutti frá Winnipeg til Churchbridge haustið 1885. Eftir það ritaði hann sjálfur mjög lítið í blaðið, en fól rit­ stjórnina nánast alveg Eggerti á hend­ ur, þótt hann léti blaðið koma út með sínu nafni svo sem verið hafði. Síðasta tölublað Leifs, 52. tbl. 3. árg., er dag­ sett 4. júní 1886. Um endalok blaðsins frá sjónarmiði þeirra, sem störfuðu með Helga við það, kemst sr. Friðrik Bergmann m.a. svo að orði: „Hvor­ ugur þeirra [þ.e. Eggerts og Jóns V. Dalmann] mun annað hafa haft upp úr vinnu sinni en allra bráðustu lífs­ nauðsynjar. Húsbónda sínum umliðu þeir um kaup sitt og urðu svo að síð­ ustu að gefa það upp. Meiri sjálfsneit­ un er naumast unnt á að benda í sam­ bandi við íslenska blaðamennsku. Löngun þessara manna til þess að sjá Vestur­Íslendingum fyrir dagblaði var svona sterk. Enda var hún hið eina, sem hélt blaðinu við og bar það á herðum sér. Skyldi þess ávallt minnst, þegar talað er um þessa fyrstu, ófull­ komnu tilraun til að halda út íslensku vikublaði hér í Winnipeg.“ Þegar hér var komið sögu, var fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.