Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 119

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 119
119 HÓGLÁTUR SNILLDARMAÐUR Vorið 1900 bauðst honum svo allt í einu lífvænlegri staða, en þar var um að ræða skrifarastörf í landskjalastofu (Land Titles Office) Manitobafylkis. Eftir það dró hann sig að miklu leyti út úr öllum félagsskap og var mjög lítið eða ekkert við opinber íslensk mál riðinn upp frá því. En hin nýju störf sín leysti hann af hendi með mikilli vandvirkni og óbrigðulli sam­ viskusemi, eins og allt annað, sem hann tók sér fyrir hendur og fékkst við á ævileið. Í trúmálum mun Eggert hafa verið frjálslyndur. Annars talaði hann mjög sjaldan um trúarbrögð og hélt sér al­ veg utan við öll kirkjumál, sem þá voru þó mjög ofarlega á baugi meðal Vestur­Íslendinga. Hann þekkti vel ýmsa presta og mat þá mikils, svo sem congregationalprestinn J. B. Silcox, sem hann hlýddi gjarnan á og dáði, einnig sr. Rögnvald Pétursson í Winni peg og sr. Kjartan Helgason í Hruna. En álit hans á mönnum fór ekki eftir því, hvaða kirkju þeir heyrð u til, heldur eingöngu eftir mannkost­ um þeirra og gáfum. Ef til vill kemur trúarafstaða Egg­ erts hvergi skýrar fram en í bréfi sem hann sendi Stephani G., vini sínum, skömmu eftir að Gestur sonur hans hafði látist af slysförum. Stephan orti eitt sinna fegurstu ljóða um þennan hjartfólgna son sinn látinn. Þar skrifar Eggert af djúpri og opinskárri ein­ lægni: „Ég las kvæðið „Gestur“ og þótti bæði mikið og fagurt. Mér þótti vænt um að sjá þar móta fyrir minni skoðun á einu atriði, því, – þeir, sem farnir eru á undan, eru í rauninni ekki farnir neitt, ekki spor. Þeir eru hjá manni eftir sem áður að reyna til að ráða með og hjálpa, en við svo jarðneskir, að við hvorki sjáum, heyr­ um eða skiljum þá. Ef til vill er þetta „andatrúarvíma“, en ég get ekki við hana ráðið. Hún fylgir mér, hvort ég vil eða ekki, sjálfsagt af því mér þykir hugmyndin svo falleg, og komið hefir það fyrir, að mér hefir fundist ég hafa virkilegt gagn af þessari ímyndun, – þessari trú, ef vill.“ Það er kannski veik trú, sem þarna talar, en hún er opinská, einlæg og hrein, eins og bréf­ ritarinn ávallt kom til dyra. Ég sagði áðan, að eftir að Eggert hvarf úr ritstjórnarstóli hafi hann lítt gefið sig að opinberum málum, og það er rétt. Hann sneri sér næstu árin að sérstöku hjartans máli, því stórvirki að koma í framkvæmd útgáfu á öllum ljóðum vinar síns, Stephans G. Steph­ anssonar. Var það geysimikið, dýrt og vandasamt verk, en Eggert og nokkrir fleiri nánir vinir og aðdáendur Steph­ ans sneru bökum saman, hófust handa og leiddu útgáfumálið til farsælla lykt a með útgáfu þriggja fyrstu bind­ anna af Andvökum á árunum 1909– 1910. Meðan á undirbúningi stóð voru útgefendurnir í stöðugu bréfa­ sambandi við skáldið, auk þess sem hann fór í langt ferðalag um Íslend­ ingabyggðir, þar sem hann las upp úr ljóðum sínum. Ég fæ ekki betur séð, en að Eggert hafi runnið á vaðið í sam­ bandi við útgáfu ljóðanna. Í bréfi dag­ settu í Winnipeg 4. september 1906 kemst hann m.a. svo að orði: „Heiðraði vin. Innilega þökk fyrir „Eftirskriftina“, um daginn. Hún gaf mér tækifæri til að grufla, og eins og náttuglan hefi ég mikla náttúru til að grufla.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.