Skagfirðingabók - 01.01.2010, Qupperneq 122
122
SKAGFIRÐINGABÓK
Svili Eggerts, Jóhann Magnús Bjarna
son, gefur þessa lifandi lýsingu af ytra
útliti hans: „Hann var tæplega meðal
maður á hæð, en fallegur í vexti og
svaraði sér vel að gildleika, var létt ur á
fæti og allar hreyfingar hans fjörlegar.
Hann var dökkhærður og hárið þétt
og fallegt og vel til haft. Ennið var
mikið, bæði kúpt og hátt, og auga
brýnnar hvelfdar. En það sem mest
einkenndi hann, voru augun. Þau voru
dökk og stór og ósegjanlega djúp og
fögur og gáfuleg; og á milli augnanna
var nokkuð breitt. Röddin var karl
mannleg, en jafnframt viðfelldin og
fögur.“ Og um samverustundir í Van
couver á síðari árum hefir Jóhann
Magnús þetta að segja: „Hann reyndist
mér eins og besti bróðir frá því fyrsta
til hins síðasta. Hann var hjartfólginn
vinur minn og sannur velgerðamaður.
– Eg man eftir því, að hann hafði sér
stakt yndi af því, að ganga um viss ar
stöðvar í Vancouver og grenndinni.
… Hann var röskur göngumaður og
virtist ekki taka það nærri sér, þó hann
gengi margar mílur hvíldarlaust. Og
þó við færum sömu leið aftur og aftur,
þá gat hann alltaf bent mér á eitthvað
nýtt, sem ég hafði ekki áður tekið eft
ir. … Og fjöllin … voru í hans augum
undrafögur og tilkomumikil, og þau
minntu hann á viss fjöll á Íslandi.
Hann elskaði þetta land, en þó eink
um Kyrrahafsströndina af því að þar
var mild veðrátta og stuttur vetur, og
af því að þar voru svipmikil fjöll og
frjósamir dalir, og grænir skógar, sval
andi fjallaloft og hressandi hafgola. …
En þó honum þætti svona vænt um
þetta land, þá unni hann Íslandi þrátt
fyrir það.“
Sennilegt er, að síðustu persónulegir
samfundir Eggerts og Stephans G. hafi
verið í febrúarmánuði 1913, þeg ar
Stephan kom í boði íslenska félags ins
„Kveldúlfur“ í Vancouver og las upp
ljóð sín á þorrablóti, sem félagið efndi
til. Þá dvaldist hann um skeið heima
hjá Eggerti og má geta nærri, að þeir
vinirnir hafi notið samver unnar í rík
um mæli. Í þetta sama skipti, í sam
sæti heima hjá Þorsteini S. Borgfjörð,
sem einnig bjó í Vancouver, flutti
Stephan fagurt og innilegt ljóð til
vina r síns, Eggerts Jóhannssonar, þar
sem hann tjáir honum þakkarhug
sinn. Tvö síðustu erindin eru svo
hljóðandi:
Elín Hjörleifsdóttir,
kona Eggerts Jóhannssonar.
Eig.: Nelson Gerrard.