Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 131
131
SILLA Á ÞÖNGLABAKKA
Vissulega voru þær stundir á búðar
balanum mun einmanalegri, þegar
Sillu vantaði. Þær voru þá tíðum lang
ar og tilbreytingarlausar. Það eina sem
gerðist var hamagangur kríunnar við
að hirða upp afbeiturnar, sem maður
kastaði frá sér niður á moldarbrekkuna
sem lá frá kambinum niður í grýtta
bátavörina jafnóðum og þær komu
fyrir á önglunum. Þessar beituleifar
voru auðvitað feiknmikil búbót fyrir
kríusamfélagið, sem þær þökkuðu
stundum með svolítið frekjulegri ná
vist sinni, en þokka og aðdáunarverðri
flugfimi, sem er öllum í fuglaríkinu
fremri. En hún átti í stríði við kjóann,
rakinn, illskeyttan fjandfugl, sem beið
þess að hún hæfi sig til flugs með feng
sinn. Þá flaug hann í skyndi í veg fyrir
hana, sló hana með væng sínum svo
hún missti feng sinn. Þá brá hann sér
snögglega á fluginu undir hana og
greip bitann, sem nú varð hans. Þessi
frekja og óréttlæti kjóans ergði mig
feiknlega og smám saman var ég
orðinn fjandmaður kjóans og banda
maður kríunnar, sem gekk svo langt
að ég lagði á ráðin og lét til verklegrar
skarar skríða, en frá þeim hernaðar
aðgerðum verður ekki greint hér.
Silla var meðalkona á hæð, breikkaði
niður um sig og lengra frá séð fannst
mér hún líkjast indíánatjaldi, sem
tveir fætur tifuðu undir. Hún hafði
feiknstórar, krepptar hendur, allir
fing ur eins og gildir þumalfingur.
Hún var með heldur fínlegt konu
andlit, en fegrunarsmyrsl hefur hún
naumast þekkt, jafnvel ekki af afspurn.
Hún gekk alltaf með skýluklút sem
myndaði þríhyrning upp af enninu.
Augnaráðið var hvasst, ákveðið en
stundum hlýlegt. Til fótanna var hún
alltaf í mórauðum ullarsokkum, sem
gjarnan lágu í fellingum ofan á skinn
skónum. Voru þeir áratugum sam an
heimagerðir úr sauðskinni eða stund
um úr nautshúð, sem entist lengur, en
oftast ekki fáanleg í þá tíð. Á árum
seinni heimsstyrjaldarinnar komu
heima gerðir gúmmískór til sögunnar.
Urðu þeir þá hversdagsskófatnaður
hennar, svo sem flestra annarra.
Stundum var Silla ræðin, ef hún var
meðal kunnugra, og hafði þá jafnvel
frá einhverju að segja. En aldrei kastaði
hún steini að nokkrum manni. Kostir
annarra voru henni heldur ekki hug
leikið umhugsunarefni. Það stafaði
ekki af því að hún væri ekki inn við
Íbúðarhúsið
á Þönglabakka.
Eigandi ljósmyndar:
Garðar Jónsson.